Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 2

Réttur - 01.08.1953, Side 2
138 RETTUR urflugvelli og annarsstaðar og þar er herferð óttans skipulögð og framkvæmd í samráði við ameríska innrásarherinn. Það er bráðnauðsynlegt að alþýða íslands geri sér fyllilega ljóst hvað hér er á ferðinni, þótt hún þekki þetta sama fyrirbrigði úr sögu sinni og lífsbaráttu sem atvinnu- og skoðanakúgun einstakra atvinnurekenda. Nú er það komið á miklu hærra stig, hafið upp í annað veldi. Auðvaldið hefur gert árásir sínar á launakjör alþýðunnar frá upphafi vega og með allmiklum árangri á síðustu sex árum, þrátt fyrir harða varnarbaráttu verkalýðsins. Það hefur tekizt að lækka hin raunverulegu laun verkalýðsins, bæði með skipulögðu at- vinnuleysi og kerfisbundinni dýrtíð. Auðvaldið hefur gert heiidarárás á öll lífskjör alþýðunnar. Því hefur tekizt að fordæma hluta alþýðunnar til óþolandi aðbúnaðar í húsnæðis- og heilbrigðismálum og leiða þannig beinar hörmungar yfir stóran hluta verkalýðsins. Auðvaldið hefur þannig gert skipulagsbundnar árásir á hús- næði, fæði, menningu og alla hagsmuni alþýðunnar. Og þessum árásum hefur verið svarað með mótaðgerðum verkalýðsins, verk- föllum til lífskjarabóta og annarri pólitískri baráttu á sviði kosn- inga fyrir auknum réttindum og bættum hag. En með hinni skipulögðu herferð, sem birtist í hagnýtingu ótt- ans í síðustu Alþingiskosningum, er lagt til atlögu að manngildi hvers einasta íslendings. „Röksemdin“ sem auðvaldið beinlínis notaði við kjósendur, var þessi: Vertu ekki að hugsa um að skapa þér skoðun eða sannfær- ingu í stjórnmálum. Gerðu þér ljóst, að ef þú ekki kýst auðvaldið, þá verður byggðarlag þitt lagt í atvinnulega auðn, hús þitt gert einskisvirði, atvinna þín eyðilögð og þú og börn þín lenda á flæk- ing sem endar í bröggum Reykjavíkur eða herbúðum Suðurnesja- Eða, ef menn vilja orða þessa ,,röksemd“ íhaldsins enn skarpar, þá lítur hún þannig út: Láttu vera að beita hugsun þinni til að draga ályktanir og breyta samkvæmt þeim. Hættu að vera hugs- andi maður, en gerztu auðsveipur þræll, sem gerir það, sem sá, er ræður ríkinu og auðnum, segir þér að gera.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.