Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 58

Réttur - 01.08.1953, Page 58
194 R É T T U R og þeim löndum sem háðust eru einokunarauðvaldinu, er hún einnig ískyggilega á veg komin í Ameríku og Evrópu. Við vitum að bæði í Frakklandi og Ítalíu hafa ríkisstjórnirnar lagt frumvörp fyrir þingin, sem hafa átt að „koma skipulagi á verkfallsréttinn“, eins og þær hafa orðað það. Þessi frumvörp hafa verið sniðin eftir hinum illræmdu Taft- Hartley lögum og hefðu, ef þau næðu fram að ganga, nægt til þess að takmarka verkfallsréttinn mjög verulega fyrir allan verka- lýð og svifta opinbera starfsmenn honum algerlega. Einnig að koma á þvinguðum gerðardómi í vinnudeilum, sem verkalýðurinn hefur þá eina reynslu af, að hann telur hann eingöngu tæki í höndum atvinnurekenda. Það er augljóst að tilgangur slíkrar lagasetningar er að svifta verkalýðinn möguleikunum á því að geta varizt árásum atvinnu- rekenda á löglegan hátt. í öllum auðvaldsheiminum er um afturför að ræða á sviði félagsmálalöggjafar á síðustu árum. I ýmsum löndum hafa verið samþykkt lög er takmarka verkfallsréttinn og athafnafrelsi verkalýðsfélaganna. í öðrum hafa ríkisstjórnirnar ekki fyrir því að breyta lögunum, heldur beita hreinu ofbeldi þó að það brjóti í bág við þeirra eigin lög. Ef þessi þróun færi að vilja heimsvaldasinnanna, stóratvinnurekendanna og landleig- endanna í hinum ýmsu löndum, yrði þess skammt að bíða að verkalýðshreyfingin yrði þurkuð út ásamt öðrum lýðréttindum alþýðunnar. Nokkrar af málpípum amerísku heimsvaldastefnunn- ar hafa opinberlega játað að einn megintilgangur kalda stríðsins sé að koma verkalýðssamböndum Frakklands og Ítalíu á kné. Þetta hefur enn ekki tekizt og mun ekki takast. Það að auðvaldinu hefur ekki tekizt að skerða meir en orðið er, rétt verkalýðssamtakanna, er eingöngu að þakka hinni hetju- legu baráttu verkalýðsins, baráttu sem oftast hefur verið háð undir merkjum okkar volduga alþjóðasambands, WFTU. Sameiginlega getum við ekki aðeins varið rétt okkar heldur einnig aukið hann um alla veröld. Verndun lýðréttinda verkalýðsins á vinnustöðunum Fyrir nokkrum árum voru í nær öllum auðvaldslöndum settar óþolandi harðstjórnarreglur á flestum vinnustöðum. Þetta var að venju gert eftir leiðbeiningum bandarískra agenta. Iðulega banna þessar reglur öll samtök verkamanna á vinnustaðnum og meina þeim með öllu að láta í Ijós skoðanir sínar auk ýmisra i

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.