Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 82

Réttur - 01.08.1953, Page 82
218 RÉTTUR Hafnarfirði og Isafirði, fyrir Íhaldinu. Framsókn tapaði í atkvæðamagni og einu þingsæti. Flokkaskiptingin á Alþingi varð þannig: Sjálfstæðisflokkur 21 (19), Framsóknar- flokkur 16 (17), Sósíalistaflokkur 7 (9), Alþýðuflokkur 6 (7), Þjóðvarnarflokkur 2. Hernámsflokkarnir töpuðu allir hlutfallslega borið sam- an við kosningarnar 1949. Þá fengu þeir 80.5% atkvæða, en nú 74,5%. En hin vaxandi andstaða gegn hernáminu nýttist ekki í kosningunum vegna sundrungarstarfsemi „Þjóðvarnarflokksins". Hvílíkt glæfraspil framboð þess flokks var, sést bezt á því að aðeins munaði 107 atkvæð- um að öll atkvæði hans, sem tekin voru frá hernámsand- stæðingum, ónýttust. Samfylkingartilboð. Ályktun Sósíalistaflokksins af úrslitum kosninganna var sú, að afturhaldið hef ði haldið velli og fengið miklu sterkari aðstöðu á Alþingi en efni stóðu til, vegna sundrungar vinstri aflanna. Þessvegna væri veigamesta verkefnið að sameina þessi öfl, binda endi á sundrunguna í verkalýðshreyfing- unni og í þjóðfrelsisbaráttunni. 18. júlí sendi flokkurinn miðstjórn Alþýðuflokksins bréf, þar sem farið er fram á að flokkarnir ræðist við um sam- eiginlega baráttu fyrir hagsmunum verkalýðsins og allrar alþýðu, bæði í verkalýðssamtökunum og á stjórnmálasvið- inu. Alþýðuflokkurinn svarði engu lengi vel. En seint í ágúst tilkynnti Alþýðublaðið loks að flokkur þess myndi taka bréf Sósíalistaflokksins til vandlegrar athugunar og myndi það verða rætt í flokksfélögunum með haustinu. Enginn efi er á því, að mjög var lagt að flokksstjórninni af hálfu óbreyttra Alþýðuflokksmanna, að gefa jákvætt svar við tilboði Sósíalistaflokksins. — En þegar fram á haustið kom barst svarið, án þess að málið væri rætt í nokkru flokksfélagi. Það var alger neitun með svipuðum röksemd- um og í formannstíð Stefáns Jóhanns. Er sýnilegt að

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.