Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 5
K E T T U R
165
Það voru eigi aðeins hin gömlu, vígreifu verklýðsfélög:
Dagsbrún, verkamannafélög Akureyrar og Siglufjarðar og
önnur slík, eða Járniðnaðarmannafélagið og Trésmiðafélag-
ið í Reykjavík og önnur félög undir sósíalistiskri forustu,
sem lögðu til baráttunnar. Einnig þau félög, svo sem Múr-
arafélagið, Rafvirkjafélagið og fleiri, þar sem fylgjendur
núverandi stjórnarflokka liöfðu forustu, stóðu frá uppbafi
drengilega með í baráttunni. Og Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja liafði einnig lagt fram róttækar kaupkröfur og sýndi
verklýðssamtökunum virka samúð í verkfallinu. — En þau
samtök, sem lhaldið drottnaði í, böguðu sér öðruvísi: Iðja
í Reykjavík beið og „forustan“ ásetti sér að bíða og njóta
sigurs annarra, en berjast ekki, — og Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur sat ekki aðeins hjá í slagnum, beldur samdi og
að lokum um að velta kauphækkuninni yfir á almenning;
einn einstæðasti smánarsamningur, sem gerður befur verið,
þegar tillit er tekið til þess, að búið er að banna vísitölu með
lögum.
Hinn 29. maí 1961 hófst verkfall Dagsbrúnar og verk-
lýðsfélaganna nyrðra og viku síðar fagfélaganna. Frá upp-
liafi var verkfallið framkvæmt með þeirri festu og tillits-
semi í senn, sem einkennt hefur þessi verkföll. Mjólkur-
flutningar voru ieyfðir og bændur fengu að finna virka sam-
úð verkamanna og sýndu líka samúð og skilning á móti.
Afturhaldið œtlar að beita harðstjórn, en
bregzt bogalistin.
Eitt viðkvæmasta sviðið fyrir Reykjavíkurauðvaldið í
vinnustöðvununum voru flugfélögin. Afturbaldsstjórnin
greip því til þess ráðs að gefa út bráðabirgðalög, sem bönn-
uðn stöðvun flugfélaganna. Þannig hóf ríkisstjórnin þegar
afskipti af vinnudeilunni, stóratvinnurekendum í hag og