Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 37
R E T T U R
197
tveggja miiljóna íbúa borg, gerðist hún þess albúin að veita Prúss-
um varmar viðtökur. Um miðjan september voru fyrstu erlendu
sveitirnar komnar að París og hófu árás. Þá var þetta orðið að veru-
leik: alþýða götunnar stóð eins og veggur gegn erlendum yfirstéttar-
her. Borgarastétt Frakklands varð því skelfd, og hún liagaði sér í
samræmi við það.
27. október gafst Bazaine hershöfðingi — einn af þeim, sem aldrei
þreyttist á því að brigzla hinu „guðlausa“ lýðveldi um föðurlands-
svik — upp í víginu Metz og ofurseldi Prússum 170 þúsund manna
herlið. Parísarbúar urðu mjög reiðir þjóðsvikum stjórnarinnar, og
fjórum dögum síðar varð uppreisn í París undir kjörorðinu „berj-
ust til þrautar". En uppreisnin fór út um þúfur. Meðan þessu fór
fram settust erlendu hersveitirnar um París. Og alþýða höfuðborg-
arinnar hélt áfram að veita viðnám. 22. janúar 1871 varð önnur
uppreisn gegn stjórninni, en var barin niður. 28. janúar gafst Troe-
hu hershöfðingi upp á því að verja París og seldi Prússum sjálf-
dæmi í stríðinu. Þeir gerðu frönsku stjórninni harða friðarkosti,
innlimuðu Elsass-Lótringen og kröfðust 5 milljarða franka stríðs-
skaðabóta. Á meðan skuldin væri ekki af hendi reidd, héldu þeir
nágrenni Parísar og ýmsum héruðum hernumdum.
8. febrúar 1871 fóru fram þingkosningar í Frakklandi. Þær fluttu
hægri menn að meiri hluta inn á þing, og var nú mynduð ný stjórn
hálfu verri en „ríkisstjórn þjóðvarnanna“. Thiers var forsætisráð-
herra.
3. marz slaðfesti þingið friðarsamningana við Þjóðverja.
Öánægjan og andspyrnan fór sívaxandi í París. Meðal alþýðunn-
ar i borginni höfðu um miðjan febrúar myndazt lýðræðisleg sam-
tök, sem nefndust Lýðveldisbandalag Þjóðvarðarins við Signu. 415
af 470 riðlum Þjóðvarðarins gengu í bandalag þetta. í miðnefnd
bandalagsins áttu sæti margir af helztu forustumönnum verkalýðs-
hreyfingarinnar. Mjög fljótlega komust öll raunveruleg völd í borg-
inni á hendur miðnefndar Þjóðvarðarins. Verkalýður Parísarborg-
ar var sterkur.
„Loks hinn 28. janúar 1871 gafst hin langsoltna París upp. En
hún gerði það með heiðursbrag, sem hingað til hefur verið
óþekktur í styrjaldarsögu. Vígin voru rýmd, hringmúrinn ruddur