Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 23

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 23
R E T T U R 183 „bráðabirgðasöluskatts“, lækkun útsvara af lágtekjum eða aðrar, sem meta mætti til jafns við beinar launahækkanir) yrðu teknar tii greina. Litlu síðar lágu fyrir úrslitasvör Vinnuveitendasambandsins um beinar kauphækkanir, sem jafnað gætu að nokkru kjaraskerðingar tveggja síðustu ára — algert nei. Forustuklíka Vinnuveitendasambandsins og ríkisstjórnin töldu sig nú sameinaða í slíkri aðstöðu gagn- vart verkamönnum, eftir að hafa þrengt kosti þeirra í tvö ár og nokkrum mánuðum betur, að tími væri til kominn að beygja verkalýðshreyfinguna endanlega, „slá þá niður í eitt skipti fyrir öll“ eða a. m. k. svo eftirminnilega að hún væri ólíkleg til stórræða um langan tíma. Og vopnin, sem nú skyldi beita aðþrengdan verkalýð, voru annars vegar hungursvipan, hins vegar lögbinding kaupgjaldsins. Ollum er nú ljóst að þessar fyrirætlanir auðmannastéttar- innar, um það að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur, mistókust með öllu og að það varð hún, sem reyndist enn einu sinni sigurvegarinn, sterkasta aflið í þjóðfélaginu þeg- ar í harðbakkann sló, nægilega þroskuð, samhent og snjöll í baráttuaðferðum til þess að standast hverja raun, jafnt hatraman og rangsnúinn áróður sem valdbeitingu ríkisvalds og stóratvinnurekenda. Hefndaraðgerðum ríkisstjórnarinn- ar að loknum verkföllum er nú ætlað að breiða yfir ósigur hennar og „viðreisnarstefnunnar“ í stéttaátökunum á liðnu sumri og skapa nýja trú á, að hún sé enn ósigruð, en það mun sannast fyrr en marga nú varir, að þar er um að ræða örvæntingarfjörbrot, sem bera þess öll merki, að þeir sem að þeim standa finni feigðina fara á sig. Einn þáttur þeirrar sögu, sem greinir frá stéttaátökunum sumarið 1961 og ekki ómerkur gerðist á Akureyri. Og skal hér vikið að lionum stuttlega. Svo sem fyrr getur var langlundargeð verkalýðshreyfing- arinnar þrotið á vordögum 1961. Og binn 29. maí bættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.