Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 61
R E T T U K
221
„Efnahagsbandalagið" — hiS nýja auðhringaríki Vestur-Evrópu.
Frá því hinir voldugu auðliringar tóku að vaxa upp fyrir og um
síðustu aldamót í hinum gömlu auðvaldsríkjum Vestur-Evrópu,
Englandi, Frakklandi og Þýzkalandi og mylja frjálsa samkeppni og
smáatvinnurekendur undir járnhæl sínum, hefur auðmannastélt
hvers þessara landa dreymt um að leggja hin auðvaldsríkin undir
sig, en taka sjálf forustuna og aðalgróðann.
I byrjun aldarinnar dreymdi þýzka auðvaldið um að sameina
keisaradæmin þýzku og austurrísku og ýmis smærri ríki í eitt tolla-
bandalag, sem átti að vera undanfari pólitískrar sameiningar, og
gera Frakkland að eins konar lénsríki sínu. Franska auðvaldið eyði-
lagði þessar fyrirætlanir sínar með bandalagi sínu við England og
Rússland. Með styrjöldinni 1914—18 og byltingunum í lok hennar
hrundi draumur þýzka auðvaldsins um „Mið-Evrópu“.
Eftir stríðið 1918 kepptu frönsku og ensku auðmannastéttirnar
um, hvort þeirra næði forustu í Vestur-Evrópu og studdust á víxl við
þýzka auðvaldið. Franska auðvaldið skóp stálhring Evrópu með
kolakóngum Ruhrhéraðsins, en brezka auðvaldið skákaði í stað-
inn fram Locarno-bandalaginu. Með „Dawes“-áætluninni 1924 og
»Young“-áætluninni 1929 skarst ameríska auðvaldið í leikinn í Ev-
rópu. Brezka og ameríska auðvaldið endurreistu þýzku auðhring-
ana og hjálpuðu til að endurvopna Þýzkaland og studdu að eflingu
nazismans, en þann draug hugðist auðvaldið magna til árása á Sov-
etríkin. Hámarki náði sú viðleitni í Múnchen-samningunum haustið
1938.
I styrjöldinni 1939—45 kom þýzka auðhringavaldið á samein-
mgu Vestur- og Mið-Evrópu undir sínum eigin ægishjálmi: „nýskip-
an Evrópu“. Stálhringur Evrópu vann á þeim stríðsárum að því að
sniiða vopn nazismans gegn Sovétríkjunum.
Eftir síðari heimsstyrjöldina hugðist brezka auðvaldið halda á-
fram Múnchen-stefnunni með því að sameina Vestur-Evrópu undir
S1nni forustu. En brezka auðvaldið var of veikt til að vinna þetta
Verk.
Anieríska auðvaldið var hið sterka afl auðvaldsheimsins eftir
stríðið — og með „Marshall“-áætluninni 1948 tók það forustuna í
Yestur-Evrópu.
Amerísku auðhringarnir veittu stórfé inn í Vestur-Þýzkaland og