Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 28

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 28
188 II E T T U K almenns verkafólks heldur aðeins við verkfall verzlunar- fólksins. Síðari dag aðalfundarins urðu svo almennar um- ræður um afstöðu samvinnuhreyfingarinnar til kaupgjalds- baráttunnar og kom þá í ljós að hún átti algera samúð jafnt meðal hænda sem annarra fulltrúa. Lauk umræðum með einróma samþykkt áskorunar á stjórn og framkvæmdastjóra KEA um „að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að samningum verði sem fyrst komið á rnilli kaupfélagsins og þeirra verkalýðsfélaga, sem nú eiga í kjaradeilum.“ Afstaða aðalfundar KEA var án vafa hinn mikilsverðasti stuðningur við verkfallsmenn og átti sinn þátt í að stytta átökin. Fleirum en áður varð ljóst, að tímamót fóru i hönd í samvinnuhreyfingunni, varðandi afstöðuna til verkalýðs- hreyfingarinnar, að sú krafa fólksins, sem byggir upp sam- vinnufélögin, að þau störfuðu með alþýðusamtökunum, en ekki gegn þeim sem bandamenn auðmanna, varð ekki stöðv- uð. Þessar tvær miklu fjöldahreyfingar fólksins voru að finna hvor aðra sem samherja. Hér var ekki að skapast klíkusamstarf foringja, eins og afturhaldsblöðin reyna að telja fólki trú um, heldur heilbrigð og víðtæk samstaða óbreyttra liðsmanna, sem fundu sameiginlegum hagsmunum sínum ógnað, samstaða sein hlaut að þrýsta á forustumenn- ina, jafnvel hina tregustu. Afstaða aðalfundarins var einnig full staðfesting á þeirri staðreynd að verkafólkið stóð ekki einangrað í baráttu sinni, heldur naut samúðar og siðferði- legs stuðnings yfirgnæfandi meirihluta borgaranna í hæ og byggð. Með fimmtudeginum 1. júní fékk verkfallið á sig nýjan svip. Yerzlunarfólkið var komið með. Ollum stærri verzlun- um og skrifstofum var lokað, með þeirri undantekningu að leyfð var afgreiðsla í 3 kjötbúðum og aðalmjólkursölu KEA. Smákaupmenn héldu búðum sínum opnum, að svo miklu leyti, sem þeir gálu afgreitt sjálfir. Var því ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.