Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 22

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 22
182 II É T T U H gengisbröskurum, lánastofnunum og miklum lilnta atvinnu- rekenda stórfelldari gróða en nokkru sinni fyrr. Og allt var þetta gerl í þeim tilgangi, sögðu stjórnarherr- arnir, að skapa „jafnvægi“ í gjaldeyrisviðskiptum, ríkis- búskap og „peningamálum". En tveggja og hálfs árs reynslu- tími, talið frá upphafi flatsængurlífs Ihalds og Alþýðu- flokks og rúmlega árs reynslu frá „viðreisnaraðgerðunum“ hafði sannað að viðskipti þjóðarinnar út á við höfðu aldrei verið óhagstæðari, gjaldeyrishalli stóraukizt og skuldir vax- ið rneira en nokkur dæmi eru til á jafn skömmum tíma. Af- koma ríkissjóðs, sem Gunnar Thoroddsen og hagspekingar ríkisstjórnarinnar höfðu reiknað með að skilaði 200—300 milljóna afgangi á árinu 1960 reyndist á heljarþröm og öll alþýða hafði þau ein kynni af „batanum í peningamálum“ að verðgildi sparifjár hafði rýrnað tilsvarandi við hina stórfelldu gengisfellingu í febrúar 1960 og óðaverðhækk- anirnar, sem í kjölfar hennar sigldu, að því ógleymdu að tekjurnar hrukku æ skemmra til nauðþurfta. Sjómannaverkfallið í janúar 1961 og síðan verkfall verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum í vertíðarbyrjun voru glöggir veðurboðar hinna óhjákvæmilegu og fyrirséðu átaka, sem koma hlutu, ef ríkisstjórnin sæi ekki að sér og mætti kröfum verkalýðsfélaganna um aukinn kaupmátt með verðlækkunaraðgerðum. En ríkisstjórnin og samgróinn tví- burabróðir hennar, forustuklíka Vinnuveitendasambands- ins, stefntu rakleitt að því að skapa sem hörðust og illvígust stéttaátök. Á góðviðrisdegi einum í marzmánuði gengu full- trúar verkamannafélaganna í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri, sem mánuðum saman höfðu staðið í árangurs- lausum viðræðum við Vinnuveitendasambandið, af fundi ríkisstjórnarinnar með þá skilmerkilegu orðsendingu til félaga sinna, að engin af tilmælum þeirra og Alþýðusam- bandsins um lækkunaraðgerðir (lækkun vaxta, afnám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.