Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 3

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 3
R E T T U R 163 ins, — vísitöluráninu 1959 og gengislækkuninni 1960, — lækkaður um 25% frá í janúar 1959, er hann vai’ í hámarki 109, og var kominn niður í 84 í maí 1961. Er þá kaupmátt- urinn 1945 = 100. Samtímis þessari ægilegustu Hfskjaraskerðingu er orðið hafði síðan fyrir stríð, hafði svo stjórnarstefnan sýnt sig vera jafn ill á öllum öðrum sviðum efnahagslífsins. Allar framkvæmdir höfðu dregizt saman vegna vaxtaokurs og dýr- tíðar, íhúðabyggingar höfðu stórminnkað, fiskframleiðsl- an hafði minnkað stórum, einkum framleiðslan á freðfiski, dýrmætir markaðir, einkum í löndum sósíalismans, voru að glatast, 10 togarar lágu ónotaðir mestallt stjórnartíma- bilið, langvarandi stöðvanir urðn á framleiðslu vegna óstjórnarinnar í efnahagsmálum, skuldir þjóðarinnar juk- ust og þyngra varð að standa undir þeim, fjárhagur ríkis- ins versnaði þrátt fyrir þyngri tolla og söluskatta og draug- ur atvinnuleysis var aftur farinn að teygja loppu sína inn á heimili alþýðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn var, með Alþýðuflokkinn að verk- færi, að skipuleggja fátækt og atvinnuleysi á íslandi. Hafi einhver trúað gylliboðunum um „frelsið“ og „leið til bættra lífskjara“ í krafti kosningaloforða afturhaldsins, þá blasti nú við honum í maí 1961 algert skipbrot „við- reisnarinnar“ og alger svik á öllu, sem lofað hafði verið. Verkalýðurinn leggur til atlögu. Verkalýðshreyfingin hafði beðið mjög þolinmóð allt frá því haustið 1958 og ekki aðhafzt, þegar lífskjaraskerðing- arnar 1959 og 1960 dundu yfir. Hún vildi að afleiðingar stjórnarstefnunnar fengju að koma svo skýrt í ljós að ekki yrði urn villzt, að þegar alþýðan legði til atlögu, þá væri það af því að efnahagsstefnan hefði sýnt sig ófæra og verkalýðs- sarntökin sameinuðust því gegn henni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.