Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 51

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 51
R É T T U R 211 upp á bakgrunni þeirrar þjóðlífsmyndar sem rithöfundarnir hafa dregið upp. 1 Atómstöðinni sér Ugla vinnulúnar hend- ur draga upp aura handa hlaðinu á sellufundi. í Vögguvísu Elíasar sjáum við roskinn verkfallareyndan mann sem hef- ur glatað öllu sambandi við son sinn. I Gangvirki Olafs Jó- hanns heyrir Páll blaðamaður Jónsson enduróminn af mánu- dögum gleðisnauðs lífs gegnum þilið. í Silfurtunglinu sjá- um við bílstjórann Öla, sem hefur „unnið sig upp“ í kontór- ista og veit síðan ekki hvað skal taka til hragðs í lífinu. Með öðrum orðum: nokkrir drættir í mynd, ekki myndin sjálf. Jónas Árnason liefur skrifað margt skemmtilegt um sjó- menn, — en það eru líka skyndimyndir, og þar eð þetta eru skyndimyndir af kunningjum og samferðamönnum, þá get- ur höfundurinn ekki verið eins nærgöngull við persónur síu- ar og vera þyrfti. I fyrra gaf Halldór Stefánsson út Söguna af manninum sem steig ofan á hendina á sér. Það er margt gott um þá hók, hún lýsir ágætlega varnarleysi ungra verka- stráka okkar tíma gagnvart duttlungum lífsins og þjóðfé- lagsins. En við vildum samt gjarna koma þar sem hærra væri til lofts og víðara til veggja. Það má að sjálfsögðu finna ýmsar ástæður fyrir því, að verkamaðurinn hefur þokað fyrir öðru fólki í íslenzkum hókmenntum síðustu ára. Eina þeiri'a má vafalaust finna í sjálfri þróun þjóðfélagsins. Það er mjög skiljanlegt, að rit- höfundi fannst meira áríðandi að skrifa verkalýðssögu á því tímabili þegar þessi unga stétt átti í harðvítugri haráttu fyr- ir samtakarétti sínum og mannsæmandi lífskjörum heldur en nú. Síðan þá hefur alþýðan náð allgóðum árangri í kjara- haráttu sinni og hin daglega glíma hennar við verðbólgu, afhorganir af íhúðum og annað þess háttar er svo til frí við dramatíska árekstra og skírskotar ekki eins beint til vilja og samvizku rithöfundarins og átök krepputímanna. Alþýð- an á ftuðvitað við nóg af vandamálum að glíma, en þau virð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.