Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 1
RÉTTUR
TÍMARIT U M ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
2. HEFTI - 44. ÁRG.
1961
EINAR OLGEIRSSON:
Verkalýðurinn sigrar
afturgöngurnar í jriní 1961 -
og ófreskjan kastar grímunni
Þær „afturgöngur“, er móta tóku efnahagsstefnu íslands
1959 og 1960 höfðu lýst yfir því, að atvinnurekendur og
verkamenn skyldu einir fá að eigast við um kaupgjald, út-
flytjendur skyldu eigi fá neins konar uppbætur til þess að
standa undir kauphækkunum, ef þeir senidu um þær, — rík-
isstjórnin væri staðráðin í að „leyfa engar verðhækkanir á
innlendum vörum og þjónustu vegna launahækkana,“ — yfir-
leitl áttu atvinnurekendur að „standa á eigin fótum“ og bera
sjálfir ábyrgð á rekstri sínum, en ekki fá tækifæri til þess
að velta kauphækkunum yfir á þjóðfélagið með verðhækk-
unum.
Hugmyndin, sem bjó á bak við þær„fræðikenningar“,
sem fram voru settar til að styðja þessa stefnu, var einna
lielzt sú, að nú ætti að taka upp á ný kenningar Manchester-
stefnunnar um „frjálsa Scunkeppni“ og afskiptaleysi ríkis-