Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 24

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 24
184 R É T T U 11 lijól atviunulífsins að snúasl í Reykjavík, Hafnarfirði, Ak- ureyri og Húsavík. Frá byrjun var verkfallið víðtækast á Akureyri. Samtímis hófst verkfall hjá Verkarnannafélagi Akureyrarkaupstaðar, Iðju, félagi verksmiðjufólks, Verkakvennafélaginu Einingu og Bílstjórafélagi Akureyrar (launþegum þess félags). Höfðu þau félög öll ásamt Félagi verzlunar- og skrifstofu- fólks liaft í öllu hið nánasta samráð sín í milli um allan und- irbúning samninga og aðgerða, en hið síðast nefnda við- hafði allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins og varð vegna hennar þriggja daga töf á að það kæmi til fram- kvæmda, eða til 1. júní. Sveinafélag járniðnaðarmanna ákvað hins vegar að fylgjast með járniðnaðarmönnum í Reykjavík um verkfallsframkvæmd og semja eitt fyrir sig. Hin félögin, aftur á móti, höfðu komið sér saman um að koma fram sem einn aðili í deilunni og mæta samninga- nefndum atvinnurekenda sameiginlega. í framkvæmd varð þetta þannig, að hvert félag hafði sína sérstöku samninga- nefnd, en nefndir allra félaganna mættu ýmist samtímis til viðræðufunda við atvinnurekendur eða sendu til þeirra framkvæmdastjórn sína, skipaða einum fulltrúa frá hverju félagi. 011 viðbrögð í sambandi við samningana og stærri framkvæmdaatriði voru ákveðin í hinni sameiginlegu stóru nefnd. Stjórn á daglegri framkvæmd verkfallsins var aftur á móti í höndum verkfallsnefnda, sem kjörnar voru í öllum félögunum og unnu saman á hliðstæðan liátt og samninga- nefndirnar. Áður en verkfallið hófst höfðu farið fram allmiklar við- ræður við atvinnurekendur og leit um skeið út fyrir að þær mundu bera árangur. Var nokkuð látið í það skína af hálfu samninganefnda atvinnurekenda, bæði Vinnuveitendafélags Akureyrar og samvinnufélaganna, að þeim væri ekki fjarri skapi að semja um verulegar launahækkanir og jafnvel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.