Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 8
168
II E T T U R
hreyfinguna Reykjavíkurauðvaldinu og tengja liana jafnvel
ameríska auðvaldinu.
Nú reis samvinnuhreyfiugin upp, hristi af sér tengslin við
Reykjavíkurauðvaldið og lók höndum saman við verklýðs-
samtökin.
Afleiðingarnar létu ekki á sér standa:
Alþýðan sá að hér voru stórtíðindi að gerast. Ef þessar
tvær hreyfingar, sem alþýðan til sjávar og sveita hafði skap-
að og eflt á meiri en hálfri öld, bæru gæfu til að vinna náið
saman áfrain í þágu verkamanna, bænda og annarra Islend-
inga, þá gátu þær ráðið þjóðmálaþróuninni á Islandi í sam-
starfi við önnur samtök alþýðu í landinu.
Reykjavíkurauðvaldið og ofstækisklíkan í Vinnuveitenda-
sambandinu sá líka hvað var að gerast og að völd hennar
voru nú i húfi — og trylltist. Afturhaldið í Reykjavík hélt
að því myndi haldast uppi hvorttveggja í senn: svívirða og
rægja S. í. S. sem auðhring — og beita S. í. S. fyrir sig og
með sér í stéttabaráttu auðvaldsins gegn verkalýðnum. Og
þegar þessar vonir auðvaldsins brugðust brópaði það upp
um „svik S. í. S.“ — rétt eins og Reykjavíkurauðvaldið ætti
rétt á að nota S. í. S. til kaupkúgunar gegn verkalýðnum!
Allir útreikningar Reykjavíkurauðvaldsins höfðu nú
brugðizt. Allar vonir þess um að brjóla verklýðshreyfing-
una á bak aftur voru úti. Það var ekki lengur neinum blöð-
um um það að fletta, hvernig samið yrði að lokum um hags-
munamálin.
Þriggja vikna skemmdarverk Reykjavíkurauðvaldsins —
en verkalýðurinn sigraði þó.
Reykjavíkurauðvaldið undir forustu valdaklíkunnar í
Vinnuveitendasamhandinu og ríkisstjórnarinnar sveifst nú
einskis tii þess að reyna einhvern veginn að ná sér niðri á