Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 58
218
II ÉTTU K
Þetta er hugsjónin, sem stefnt hefur verið að:
Allsnœgtir: — þar sem vinnudagurinn er 30—36 stundir á viku,
— húsaleiga, menntun, matur, hjúkrun, orlofsdvalir, ferðalög o.s.frv.
ókeypis — fátækt og skorti, sem þjáð hefur mannkynið frá upphafi
vega og valdið harðastri og sárastri baráttu, yrði að eilífu útrýmt.
Frelsi: — ríkisvaldið — þetta kúgunarvald, sem yfirstéttin skóp,
er stéttaþjóðfélagið myndaðisl, og alþýðan varð að taka í sínar
hendur og beita til þess að uppræta stéttakúgunina, stéttaskipting-
una og stéttaþjóðfélagið og þar með sjálfa sig sem stétt, — ríkis-
valdið deyr nú út og mannfélagið sjálft, hin frjálsu samtök fólksins,
sjá um þjóðlífið allt, en kúgunarkerfi ríkisvaldsins verður sett þang-
að sem það á heima „á forngripasafnið“ —- eins og Engels orðaði
það.
Takmarkið, sem Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna setur sér að
gera að veruleika á næstu 20 árum, felur í sér mestu umbyltingu
mannkynssögunar, — ekki byltingu í marxistiskum skilningi orðs-
ins, að ný stétt taki við völdum af gamalli, — heldur hilt að lmnd-
inn er endi á aldalanga þróun, — stéttaþjóðfélagið með ríkisvaldi
þess og öllum þess skaðvænlegu áhrifum á mennina og mannfélagið,
er endanlega þurrkað út. „Það er stökk mannkynsins úr ríki þving-
unarinnar inn í ríki frelsisins.“ (Engels.)
Þessi nýja stefnuskrá vekur þegar hina mestu hrifningu meðal al-
þýðu um gervallan heim, en á auðvaldið slær ógn og ótta. Verður
bráðlega nánar frá henni skýrt hér.
Þýxku auðhringarnir eru aftur orðnir hið drottnandi vald
í Vestur-Evrópu.
Þýzku auðhringarnir hafa tvisvar á hálfri öld steypt Evrópu í
skelfingar heimsstyrjalda. Þeir eru nú aftur orðnir sterkasta valdið
í Vestur-Evrópu. Og þeir hafa „ekkert lært og engu gleymt“. Þeir
undirbúa styrjöld á ný. Þeir heimta undir sig ný lönd. Og þeir eru
að leggja undir sig efnahagslega þau vestrænu lönd, sem þeim mis-
tókst að sigra endanlega í síðasta stríði. Þýzku auðhringarnir áttu
þá dygga bandamenn í hinum ýmsu auðvaldslöndum og eiga það
enn. Aróður ýmsra aðilja fyrir inngöngu í Markaðsbandalagið er
órækast vitni.
Athugum nokkrar staðreyndir um sókn þýzku auðhringanna.
Iðnaðarframleiðsla helztu auðvaldslandanna af heildarframleiðslu
J