Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 45

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 45
R E T T U R 205 Slíkir samsærishópar skyldu ná völdum með vopnaðri uppreisn og afnema þannig auðvaldsskipulagið í einni svipan. Rannsókn á sögu- legum aðstæðum og mat á þjóðfélagslegum möguleikum stéttanna var þeim framandi. Af efnahagsmálum skiptu þeir sér svo að segja ekkert. Minni hluti verkalýðsins aðhylllist hins vegar proudhonismann*). Proudhonistar voru að því leyti andfætlingar blanquista, að þeir fengust nær eingöngu við efnahagsmál. Þeir stefndu að því að festa og efla þjóðfélagsaðstöðu smáborgaranna. Eign smá-vöruframleið- andans var helgasta hugsjón þeirra. Þeir vildu því síður en svo af- nema einkaeign á framleiðslutækjum. Hugmyndir sínar um þjóðfé- lagið og framtíð þess byggðu proudhonistar ekki á sundurgreiningu þjóðfélagsins og efnahagslífsins, heldur á einstaklingsbundnu mati sínu á siðgæðishugmyndum. Þeir voru á móti stéttabaráttu og álitu, að hið nýja þjóðfélag mundi skapast með umbótum á því gamla. Nauðsyn verkalýðsvalda skildu þeir ekki. Parísarkommúnan var verkalýðsstéttinni mikill skóli í hugmynd- um og vinnubrögðum. Hún færði heim sanninn um það, að marx- isminn einn getur verið grundvöllur sósíaliskrar stefnu. Þetta viður- kenndu líka þeir kommúnarðar, sem af komust og leituðu hælis i út- löndum. Þeir hugleiddu injög vandamál Kommúnunnar og urðu yf- irleitt marxistar um síðir. „Kommúnan varð gröf hins gamla, sér- staklega franska sósíalisma og um leið vagga hins alþjóðlega komm- únisma, sem þá var Frakklandi nýr.“ (Engels í bréfi til Bebels 1884.) Þegar á það er litið, hve verkalýðurinn í París 1871 var illa undir það búinn að framkvæma sögulegt hlutverk sitt — afnám stétlaþjóð- félagsins — þá má telja jákvæðan árangur Kommúnunnar meiri en efni stóðu til. Eðli Kommúnunnar og nokkrar helztu aðgerðir bera því glöggt vitni. ÖIl eru meginatriðin jákvæð: Kommúnan var lýð- ræðisleg valdstjórn verkalýðsstéttarinnar; afnam valdatæki borgar- anna, lögregluna og fastaherinn; réði kosna og afsetjanlega embættis- menn lil að sjá um framkvæmd almennra mála; lýsti yfir, að upp- hafsmenn stríðsins skyldu bera kostnaðinn af því og greiða einir *) Stefna kennd við Frakkann Pierre-Josepli I’rondhon, 1809—1865. Hann var sósíaliskur liagspekingnr á smáborgaravísu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.