Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 10

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 10
170 II É T T U K Dagsbrúnarstjórnin og Dagsbrúnarmenn sáróánægðir yfir að liafa yfirleitt nokkra fulltrúa atvinnurekenda í stjórn sjóðsins, en ákváðu að ekki væri rétt að heyja verkfall lang- an tíma enn út af þessu einu, enda væri þessi skipan sjóð- stjórnar aðeins til bráðabirgða og Dagsbrún myndi vinna að því að fá óskoruð ráð yfir styrktarsjóði sínum. Lauk Dagsbrúnarverkfallinu 29. júní eftir réttan alman- aksmánuð. Og fagfélögin knúðu og fram svipaða samninga með álíka löngu verkfalli. Ofstækisklíkan í Vinnuveitendasambandi Islands liafði barizt eins og sært villidýr, — og það að samið var við Dags- brún en ekki haldið áfram endalaust, var sumpart sökum þess, að ýmsir skynsamari og sanngjarnari atvinnurekendur tóku fram fyrir hendur hinna, er þeir sáu í hvert óefni mál- um þjóðfélagsins var stefnt. En Vörubílstjórafélagið Þrótt- ur fékk og að kenna á þessu ofstæki, er það að lokum gekk til samninga eftir 6 vikna baráttu, er liáð var fyrst og fremst fyrir sanngjarnri vinnumiðlun. Verklýðshreyfingin vann sigur í þeim hagsmuna- átökum, sem hún háði við auðmannastéttina júnímán- uð allan 1961. Verkalýður íslands sýndi, að hann var Reykjavíkurauðvaldinu yfirsterkari. En íslenzk þjóð fékk að sjá framan í það ofstæki, er grípur hatramasta hluta auðvaldsins, þegar það tapar. Þjóðin sér af framferði og ábyrgðarleysi ofstækis- mannanna, hvílíkt tjón Reykjavíkurauðvaldið undir forustu þeirra veldur þjóðfélaginu, ef það er ekki brot- ið á bak aftur, jafnt á vettvangi hagsmunaátaka sem stjórnmála. Þelta Reykjavíkurauðvald hefur undir for- ystu núverandi ríkisstjórnar fengið slíkar „innspraut- ingar“ fræðikenninga og auðmagns frá Bandaríkjun- um, að stígið hefur því til höfuðs, svo það hyggur á alræði sitt yfir íslenzkri þjóð og hyggst eitt eiga að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.