Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 38

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 38
198 K E T T U U vopnabúnaði, vopn víglínunnar og skyndisveitanna afhent; borgin var álitin herfang. En Þjóðvörðurinn hélt handvopnum sínum og fallbyssum og gekk aðeins inn á vopnahlé við sigurvegarana. Og þeir þorðu ekki að halda inn í borgina í sigurvímu sinni. Aðeins litið horn af borginni, sem þar að auki var mest megnis almenn- ingsgarðar, voguðu þeir sér að hertaka, en ekki nema nokkra daga! Og þá daga voru þeir, sem höfðu setið um París í 131 dag, sjálfir umkringdir af vopnuðum verkamönnum Parísarborgar, sem gættu þess vendilega, að enginn „Prússi“ færi yfir merkjalínur þess litla borgarhorns, sem eftirlátið var erlendu landvinningamönnunum. Svona mikla lotningu varð sá her að bera fyrir verkamönnum Parísarborgar, sem hafði knúið alla heri keisaradæmisins til upp- gjafar. Prússnesku júnkararnir, sem hingað voru komnir til þess að reka hefndir við arin byltingarinnar, urðu að stanza lotningar- fullir og bera höndina upp að skyggninu frammi fyrir þessari vopnuðu byltingu! Meðan á stríðinu stóð höfðu verkamenn Parísarborgar látið sér nægja að krefjast þess, að baráttunni yrði haldið áfram af krafti. En nú er friður komst á eftir uppgjöf Parísar, hlaut Thiers, oddviti hinnar nýju stjórnar, að sjá fram á það, að rikidæmi eigna- stéttanna — stóru iandeigendanna og kapítalistanna — var í stöð- ugri liættu, á meðan verkamenn Parísarborga bæru vopn. Þess vegna var fyrsta verk hans tilraun til þess að afvopna þá. 18. marz sendi hann framvarðarsveitir inn í borgina með þá skipun að ræna Þjóðvörðinn þeim stórskotaliðsbúnaði, sem hann hafði látið smíða á umsáturstímanum og greitt með opinberum söfnunum. Tilraunin misheppnaðist, París bjóst til varnar eins og einn maður, og styrjöldin milli Parísar og frönsku ríkisstjórnarinnar í Versölum var skollin á. 26. marz var kosið í kommúnu Parísarborgar og þann 28. var stofnun hennar lýst yfir. Miðnefnd Þjóðvarðarins, sem hingað til hafði haft stjórnartaumana á hendi (síðan 18. marz), lét allt vald sitt í hendur Kommúnunnar.“ (Engels 1891). Kommúnan: verkalýðsstjórn — þjóðlcg stjórn. „Kommúnan varð til af sjálfu sér í þeim skilningi, að það var ekki neinn, sem undirbjó vísvitandi stofnun hennar með visst tak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.