Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 18
178
R É T T U R
ramleik, aldrei trúað því að okkar iðjusama þjóð gæti sjálf byggt
þetta land, sjálf átt öll þess fyrirtæki, sjálf notið ávaxtanna af auð-
lindum landsins og erfiði sínu.
Ríkisstjórnin og flokkar hennar treysta ekki á þjóðina, heldur
hræðast hana. Þessir aðiljar treysta á erlent auðvald og vilja allt
gera til þess að lokka það til landsins: vilja afhenda því valdið yjir
íslenzkum auðlindum, vilja afhenda því yfirráðin yfir íslenzku
vinnuafli til arðránsins og þeir vita að erlent auðvald hefur því að-
eins áhuga fyrir íslenzku vinnuafli að það sé bœði ÞÆGT og
ÓDÝRT.
Ríkisstjórnin er með bráðabirgðalögunum að reyna að sanna e.r-
lendu auðmagni að hún sé valdið í landinu, auðhringunum sé óhœtt
að festa fé sitt, verkalýðurinn verði þœgur undir okinu og stjórnin
sterk.
Og ríkisstjórnin er með gengislœkkuninni að reyna að segja er-
lendum auðhringum: þið getið grœlt á íslenzkum verkalýð, þó hann
hafi verið nógu sterkur til að sigra í verkföllunum, — við, ríkis-
stjórnin, œtlum alltaf að lœkka gengið, ej hann liœkkar kaupið, svo
hans hátign, erlent fjármagn, geti verið örugg um sinn gróða.
Þetta er alvarlegasta og hættulegasta atriðið í gerræðislögunum
og framkvæmd þeirra.
Með gengislækkuninni er verið að valda svo til allri þjóð vorri
tjóni, en verið að gera ísland og íslenzka þjóð fýsilega til arðráns
fyrir erlent auðvald, — verið að reyna að gera ísland að raunveru-
legri nýlendu á ný.
Og þetta illa verk er framkvæmt á þann gerræðisfyllsta hátt, sem
slíkt verk hefur nokkru sinni verið framið hér á landi, jrannig að
verði slíkum verknaði og afleiðingum hans og illum tilgangi ekki
hrundið, þá gæti þessi verknaður orðið upphaf harðstjórnar erlends
auðvalds á Fróni.
En gæfa íslands og þróttur íslenzkrar aljrýðu munu nægja til joess
að koma í veg fyrir slíka ógæfu.
Hverjir bera óbyrgðina?
Með bráðahirgðalögunum er ekki aðeins vegið að alþýðunni og
þjóðinni allri, að hagsmunum launþega og sjálfstæði þjóðarinnar.
Með þessum lögum er Alþingi þannig svipt valdi sem það hefur