Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 54

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 54
214 R É T T U R landsins, vöxtur iðnaðar, bæja og borgar liefur orðið til þess, að það hlýtur í æ ríkara mæli að koma í hlut verkalýðsins að bera uppi íslenzka alþýðumenningu. Hann mun þegar fram líða stundir verða æ stærri hluti þjóðarinnar, og það getur enginn tekið af honum þá sögulegu skyldu, að gegna aðalhlutverki í haráttunni um íslenzka menningu og þjóð- erni. Yið getum fullyrt, að ef verkalýðnum tekst ekki að leysa þetta hlutverk vel af hendi, þá er íslenzk alþýðumenn- ing í voða og þar með líf okkar sem þjóðar. Það er einmitt þess vegna, sem við þurfum að fá góða skáldlega túlkun á haráttu verkamannsins við vald hlutanna, baráttu hans við freistingar smáhorgaraskaparins; túlkun á átökum tveggja kynslóða hinnar ungu stéttar, túlkun á glímu hennar við stjórnmálin, — og svo mætti lengi telja. Vanda- málin eru mörg. Skáldsögur um þessi efni hefðu miklu hlut- verki að gegna. Ef vel tækist, gætu þær að einhverju leyti hiálpað verkamanninum að þekkja sjálfan sig, finna sjálfan sig og hlutverk sitt. Við heyrum líkt oft talað um það, að það sé orðið ískyggilega langt á milli verkamannsins og hók- mennta samtímans; hin nýja verkalýðsskáldsaga gæti átt sinn þátt í að brúa það gil. Og í þriðja lagi: þetta væru hlátt áfram fræðandi hækur, myndir úr þjóðlífssögu, úr sögu þjóðarhugsunar. Hitt er svo annað mál, að vafalaust yrði mjög erfitt að skrifa slíka skáldsögu. Eg hef áður drepið á nokkur ein- kenni tímans sem tempra liugsanlegan áhuga á slíku verki. Og það eru margar aðrar hættur á ferðum. Líf verkamannsins er mjög pólitískt, miklu pólitískara en starf bóndans, og það er varla hægt að skrifa þýðingarmik- ið verk um verkamann án þess að gefa honum kost á að glíma við pólitísk vandamál verkalýðshreyfingarinnar, og þá fyrst og fremst sósíalismann. En við vitum af reynslu sósíalistiskra bókmennta margra landa, hve erfitt er að gæta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.