Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 34

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 34
HJALTI KRISTGEIRSSON tók saman: Parísarkommúnan - fyrsta verkalýðsríkið 90 ára Liðin eru 90 ór, síðan stofnað var fyrsta ríki verkalýðsins. Það gerðist snemma árs 1871 í Parísarborg. Það fór í stuttu máli þannig fram, að alþýða borgarinnar náði ríkisvaldinu í sínar hendur og skapaði sitt eigið stjórntæki, e. k. borgarróð (kommúnu, þar af nafn- ið Parísarkommúna), sem var í einu og öllu málsvari og fulltrúi ör- eigastéttarinnar. Parísarkommúnan varð ekki langlíf, stóð aðeins 72 daga, en af sögu hennar má margt læra. „Merki hennar var hinn rauði fáni verkalýðsins og framtíðarsýn hennar sósíalisminn“ (W. Foster). Hún sannaði í framkvæmd ýmsar þjóðfélagslegar kenning- ar marxismans, sem þá voru komnar fram, en stuðlaði í annan stað að framþróun marxismans sem vísindagreinar og leiðarhnoða fyrir verkalýð allra landa og allra tíma. Því „verður París verkalýðsins með sinni Kommúnu æfinlega vegsömuð sem frækilegur boðheri nýs þjóðfélags“. (Marx 1871.) Fransk-prússneska stríðið. Borgarastéttin svikur þjóðina. 19. júlí 1870 sagði Napóleon þriðji keisari Frakklands Prússlandi stríð á hendur. Napóleon hugðist slá tvær flugur í einu höggi: Koma í veg fyrir sameiningu Þýzkalands í eitt ríki, sem yrði það voldug- asta á meginlandinu, og um leið losa innanríkismál Frakklands úr þeim ógöngum, sem tveggja áratuga keisarastjórn hafði komið þeim í. Borgarastéttinni gramdist það nefnilega mjög, livað keisarastjórn- in hafði haldið illa á málum gagnvart taflstöðunni í Evrópu og beð- ið hvern ósigurinn á fætur öðrum, en verkalýður og smáborgarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.