Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 34

Réttur - 01.05.1961, Page 34
HJALTI KRISTGEIRSSON tók saman: Parísarkommúnan - fyrsta verkalýðsríkið 90 ára Liðin eru 90 ór, síðan stofnað var fyrsta ríki verkalýðsins. Það gerðist snemma árs 1871 í Parísarborg. Það fór í stuttu máli þannig fram, að alþýða borgarinnar náði ríkisvaldinu í sínar hendur og skapaði sitt eigið stjórntæki, e. k. borgarróð (kommúnu, þar af nafn- ið Parísarkommúna), sem var í einu og öllu málsvari og fulltrúi ör- eigastéttarinnar. Parísarkommúnan varð ekki langlíf, stóð aðeins 72 daga, en af sögu hennar má margt læra. „Merki hennar var hinn rauði fáni verkalýðsins og framtíðarsýn hennar sósíalisminn“ (W. Foster). Hún sannaði í framkvæmd ýmsar þjóðfélagslegar kenning- ar marxismans, sem þá voru komnar fram, en stuðlaði í annan stað að framþróun marxismans sem vísindagreinar og leiðarhnoða fyrir verkalýð allra landa og allra tíma. Því „verður París verkalýðsins með sinni Kommúnu æfinlega vegsömuð sem frækilegur boðheri nýs þjóðfélags“. (Marx 1871.) Fransk-prússneska stríðið. Borgarastéttin svikur þjóðina. 19. júlí 1870 sagði Napóleon þriðji keisari Frakklands Prússlandi stríð á hendur. Napóleon hugðist slá tvær flugur í einu höggi: Koma í veg fyrir sameiningu Þýzkalands í eitt ríki, sem yrði það voldug- asta á meginlandinu, og um leið losa innanríkismál Frakklands úr þeim ógöngum, sem tveggja áratuga keisarastjórn hafði komið þeim í. Borgarastéttinni gramdist það nefnilega mjög, livað keisarastjórn- in hafði haldið illa á málum gagnvart taflstöðunni í Evrópu og beð- ið hvern ósigurinn á fætur öðrum, en verkalýður og smáborgarar

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.