Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 59
II É T T U R
219
auðvaldsheimsins hefur breytzt sem hér segir. Við hvert land er tek-
in fram hlutfallstala þess þessi þrjú ár:
1948 1958 1960
Bandaríkin 66.4 53.3 46.9
Vestnr-Þýzkaland 4.3 7.8 10.4
Bretland 11.7 8.3 7.7
Frakkland 4.1 8.3 7.7
Ítalía 2.1 3.1 4.1
Japan 1.5 2.2 4.1
Vestur-Þýzkaland framleiðir 45% af því stáli og 60% af þeim kol-
um, sem lönd Markaðsbandalagsins (þ. e. Vestur-Þýzkaland, Frakk-
land, Ítalía, Belgía, Holland, Luxemhurg) framleiða. Utflutningur
Vestur-Þýzkalands til annarra Vestur-Evrópulanda var meiri en
Bandaríkjanna og meiri en Bretlands og Frakklands samanlagður.
Auðhringarnir þýzku hafa nú sölsað undir sig meiri efnahagsleg
völd en nokkru sinni fyrr í sögu Þýzkalands: 1913 réðu 9 stórhank-
ar 80% af bankainneignum, 1938 voru þeir 6, 1961 eru þessir stór-
bankar aðeins þrír. -— 17 einokunarhringar með 22.600 milljón
marka fjármagni (þ. e. ca. 250.000 milljónir ísl. kr.) ráða 80% af
öllu hlutafé Vestur-Þýzkalands. Sósíaldemókralaflokkur Vestur-
Þýzkalands segir í stefnuskrá sinni, er samþykkt var í nóvember
1959, um þessa auðhringa:
„Vegna valds þeirra, sem vaxið hefur enn í skjóli hringa og sam-
steypna, hafa aðalfulltrúar þungaiðnaðarins náð slíkum áhrifum á rík-
ið og stjórnarstefnu að ósamrýmanlegt er höfuðrcglum lýðræðis. Þeir
hafa rænt ríkisvaldinu."
Og til hvers skyldu þeir hafa rænt ríkisvaldinu? Til þess að búast
til að leggja undir sig lönd og lýði á ný:
Fram að 1958 voru tveir þriðju hlutar af venjulegum vopnum
vestur-þýzka hersins flutt inn. 1961 eru tveir þriðju lilutar fram-
leiddir í landinu sjálfu. — I fyrra voru 8 af 21 herdeild Atlants-
hafsbandalagsins í Mið-Evrópu vestur-þýzkar, 1961 verða þær 11,
1962 12. Þá verða Vestur-Þjóðverjar 43% af landher Atlantshafs-
bandalagsins í Mið-Evrópu, 30% flughersins, 80% sjóhersins. Og
vígbúnaður vestur-þýzka hersins eykst að sama skapi á öllum svið-
um.
Hrokinn og árásarhugurinn vex að sama skapi. Adenauer lýsti því