Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 53

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 53
R É T T U H 213 raunsæismaður, enda fann Friedrich Engels í bókum hans meiri fróðleik um Frakkland en hjá öllum sagnfræðingum og hagfræðingum þeirra tíma samanlögðum. En nútímales- ara finnst stundum alveg nóg um svo mikinn fróðleik í skáldsögu: í „Illusions perdues“ má finna svo nákvæma lýs- ingu á prentverki og pappírsgerð á öndverðri nítjándu öld, að sérfræðingur í þessum efnum þættist eflaust fullsæmdur af. Auðvitað er frábær þekking efniviðarins raunsæisrithöf- undi óhjákvæmileg, en hún hefur aðeins því hlutverki að gegna að þjóna beinlínis höfuðmarkmiði hans: að tjá and- lit aldarinnar, sál aldarinnar, þjáningu aldarinnar, þrá ald- arinnar, — svo að tilfærð sé skilgreining Halldórs Laxness á raunsæisstefnu (greinin „Vandamál skáldskapar á vorum dögum“). Eg tók áðan líkingu við alfræðibók þar sem essið vantar, en ég skal fúslega játa, að þessi samanburður er mjög ófull- nægjandi. Menn gætu kannske sagt sem svo, að verkalýður- inn sé að vísu þýðingarmikið afl í efnahagslífi og pólitísku lífi , en þar með sé það ekki sannað, að viðurvist hans sé óhjá- kvæmileg þegar skáldin draga upp mynd af andliti aldarinn- ar, sál aldarinnar. Það er vert að ræða þetta mál nokkuð nánar. í ræðu, sem Sigfús Daðason hélt á Þingvallafundi í fyrra, má finna þessi orð: „. . . . alþýðumenningin er ekki aðeins réttlæting þjóðernis okkar, heldur lífsskilyrði“. I þessari ræðu færir Sigfús rök að því, að það er óhugsandi að halda uppi æðri menningu á íslandi án traustrar undirstöðu al- þýðumenningar. En hinn menningarlegi sjálfstæðisvilji okk- ar er að sinu leyti einhver hezta vörn okkar sem þjóðar í átökum okkar við erlend stórveldi; með öðrum orðum: helzli aflgjafi hins pólitíska sjálfstæðisvilja okkar. Fram á okkar daga hefur íslenzk alþýðumenning eðlilega stuðzt við bændastéttina fyrst og fremst. En efnahagsþróun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.