Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 53

Réttur - 01.05.1961, Page 53
R É T T U H 213 raunsæismaður, enda fann Friedrich Engels í bókum hans meiri fróðleik um Frakkland en hjá öllum sagnfræðingum og hagfræðingum þeirra tíma samanlögðum. En nútímales- ara finnst stundum alveg nóg um svo mikinn fróðleik í skáldsögu: í „Illusions perdues“ má finna svo nákvæma lýs- ingu á prentverki og pappírsgerð á öndverðri nítjándu öld, að sérfræðingur í þessum efnum þættist eflaust fullsæmdur af. Auðvitað er frábær þekking efniviðarins raunsæisrithöf- undi óhjákvæmileg, en hún hefur aðeins því hlutverki að gegna að þjóna beinlínis höfuðmarkmiði hans: að tjá and- lit aldarinnar, sál aldarinnar, þjáningu aldarinnar, þrá ald- arinnar, — svo að tilfærð sé skilgreining Halldórs Laxness á raunsæisstefnu (greinin „Vandamál skáldskapar á vorum dögum“). Eg tók áðan líkingu við alfræðibók þar sem essið vantar, en ég skal fúslega játa, að þessi samanburður er mjög ófull- nægjandi. Menn gætu kannske sagt sem svo, að verkalýður- inn sé að vísu þýðingarmikið afl í efnahagslífi og pólitísku lífi , en þar með sé það ekki sannað, að viðurvist hans sé óhjá- kvæmileg þegar skáldin draga upp mynd af andliti aldarinn- ar, sál aldarinnar. Það er vert að ræða þetta mál nokkuð nánar. í ræðu, sem Sigfús Daðason hélt á Þingvallafundi í fyrra, má finna þessi orð: „. . . . alþýðumenningin er ekki aðeins réttlæting þjóðernis okkar, heldur lífsskilyrði“. I þessari ræðu færir Sigfús rök að því, að það er óhugsandi að halda uppi æðri menningu á íslandi án traustrar undirstöðu al- þýðumenningar. En hinn menningarlegi sjálfstæðisvilji okk- ar er að sinu leyti einhver hezta vörn okkar sem þjóðar í átökum okkar við erlend stórveldi; með öðrum orðum: helzli aflgjafi hins pólitíska sjálfstæðisvilja okkar. Fram á okkar daga hefur íslenzk alþýðumenning eðlilega stuðzt við bændastéttina fyrst og fremst. En efnahagsþróun

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.