Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 57
VIÐSJA
Mesta ‘gerbylting mannkynssögunnar:
Kommúnisminn framkvæmdur í Sovétrikjunum.
Kommúnistaflokkur Sovélríkjanna hefur nú sent frá sér uppkast
að nýrri stefnuskrá, þar sem mörkuð er leiðin til sköpunar sameign-
arþjóðfélagsins, kommúnismans í Sovétríkjunum.
Fyrsta stefnuskrá flokksins var samþykkt 1903 á 2. flokksþinginu.
Hún vísaði leiðina til alþýðubyltingarinnar í hinu víðlenda rúss-
neska keisaradæmi.
Önnur stefnuskrá flokksins var samþykkt 1919 á 8. flokksþinginu.
Hún markaði veginn til sköpunar hins sósíalistiska þjóðfélags í Sov-
étríkjunum.
Og nú verður það verkefni 22. flokksþingsins í október 1961 að
samþykkja þriðju slefnuskrána, að undangengnum miklum umræð-
um um hana með allri alþýðu Sovétríkjanna.
Marxisminn skiptir þróunarskeiði sósíalismans sem þjóðfélags í
tvennt: Hið fyrra — skeið sósíalismans einkennist af reglunni: Sér-
hver fái í sinn hlut samkvæmt Jjví, sem hann vinnur fyrir. Á þessu
skeiði eru framleiðslutækin enn eigi nógu mikil til að skapa alls-
nægtir, það verður Jdví að skírskota til eiginhagsmuna hvers ein-
staklings til að efla heildarframleiðsluna sem mest, Jjar af leiðandi
misjöfn afköst, misjöfn laun. Á þessu skeiði er og ríkisvaldið mjög
sterkt, hið sósíalistiska þjóðfélag verður að vera hervætt á allan hátt
gegn auðvaldinu erlendis og áhrifum þess innan landsins sjálfs.
Hið síðara skeið er Jjjóðfélagsskeið kommúnismans, hið full-
komna mannfélag sameignarinnar, þar sem allsnægtir og frelsi verða
hlutskipti mannanna. Forsendur þessa Jjjóðfélagsskeiðs eru þær að
framleiðslulækin og rekstur þeirra með sjálfvirkni og ódýrri orku
séu orðin svo fullkomin að hægt sé að skapa allsnægtir handa öllum
meðlimum þjóðfélagsins, — og að sigur sósíalismans í heiminum sé
orðinn svo ótvíræður að hægt sé að láta ríkisvaldið deyja út.