Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 39

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 39
R É T T U R 199 mark í huga. Hin misheppnaða styrjöld gegn Þýzkalandi; þreng- ingarnar, sem íólk haíði orðið að þola í umsátursástandinu; at- vinnuleysi meðal öreiganna og gjaldþrot meðal smáborgaranna; gremja fjöldans gegn yfirstéttinni og vanmegna leiðtogum hennar; gerjunin meðal verkalýðsstéttarinnar, sem orðin var óánægð með hlutskipti sitt og vildi annars konar þjóðfélagsskipan; hin aftur- haldssama samsetning þjóðþingsins, sem fyllti menn ugg yfir ör- lögum lýðveldisins — allt þetta og margt fleira stuðlaði sameigin- lega að því að hrinda Parísarbúum út í byltinguna 18. marz, og hún gaf valdið óvænt í liendur Þjóðvarðarins, verkalýðsstéttarinn- ar og bandamanns hennar, smáborgarastéttarinnar.“ (Lenín). „París, miðstöð stjórnaraðseturs hins gamla ríkisvalds, en jafn- framt þjóðfélagsleg þungamiðja frönsku verkalýðsstéttarinnar, París hafði gripið til vopna gegn þeirri tilraun Thiers og illgresis- júnkara hans að endurreisa og gera varanlegt hið gamla ríkisvald, sem þeir höfðu fengið í arf frá keisaratímanum. París gat því að- eins veitt viðnám, að hún var laus við herinn vegna umsátursins, en hafði í staðinn sett þjóðvörð, sem einkum var skipaður verka- mönnum. Þetta þurfti nú að festa í sessi sem stofnun. Fyrsta tilskip- un Kommúnunnar var því að afnema ríkisherinn og setja vopnaða alþýðu í staðinn. Kommúnan var samansett af hverfisráðum, sem kjörin voru í hinum ýmsu hverfum Parísarborgar með almennum kosningum. Ráðin voru ábyrg og afsetjanleg, hvenær sem var. Meirihluti þess- ara hverfisráða var skipaður verkamönnum eða viðurkenndum fulltrúum verkalýðsstétlarinnar. (Af 85 meðlimum Parísarkomm- únunnar voru um 30 verkamenn og rúmlega 50 handiðnarmenn, þjónustumenn og menntamenn. Borgarastéttin átti í upphafi 20 fulltrúa, sem hún hafði komið að í krafti atkvæðamagns síns, en þeir sögðu undir eins af sér störfum í Kommúnunni. Af meðlimum Kommúnunnar má nefna verkalýðsleiðtoga eins og Varlin, Assi, Duval, Theisz og hinn ungverska Leo Frankel, sem gegndi störfum vinnumála- og viðskiptamálaráðherra. Vísindi og listir áttu þarna ágæta fulltrúa eins og Courbet málara, Flourence mannfræðing, Vaillant verkfræðing, Jules Valles rithöfund og Pottier skáld, höf- und Internationalsins. Ath. H. K.) Kommúnan átti ekki að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.