Réttur


Réttur - 01.05.1961, Side 39

Réttur - 01.05.1961, Side 39
R É T T U R 199 mark í huga. Hin misheppnaða styrjöld gegn Þýzkalandi; þreng- ingarnar, sem íólk haíði orðið að þola í umsátursástandinu; at- vinnuleysi meðal öreiganna og gjaldþrot meðal smáborgaranna; gremja fjöldans gegn yfirstéttinni og vanmegna leiðtogum hennar; gerjunin meðal verkalýðsstéttarinnar, sem orðin var óánægð með hlutskipti sitt og vildi annars konar þjóðfélagsskipan; hin aftur- haldssama samsetning þjóðþingsins, sem fyllti menn ugg yfir ör- lögum lýðveldisins — allt þetta og margt fleira stuðlaði sameigin- lega að því að hrinda Parísarbúum út í byltinguna 18. marz, og hún gaf valdið óvænt í liendur Þjóðvarðarins, verkalýðsstéttarinn- ar og bandamanns hennar, smáborgarastéttarinnar.“ (Lenín). „París, miðstöð stjórnaraðseturs hins gamla ríkisvalds, en jafn- framt þjóðfélagsleg þungamiðja frönsku verkalýðsstéttarinnar, París hafði gripið til vopna gegn þeirri tilraun Thiers og illgresis- júnkara hans að endurreisa og gera varanlegt hið gamla ríkisvald, sem þeir höfðu fengið í arf frá keisaratímanum. París gat því að- eins veitt viðnám, að hún var laus við herinn vegna umsátursins, en hafði í staðinn sett þjóðvörð, sem einkum var skipaður verka- mönnum. Þetta þurfti nú að festa í sessi sem stofnun. Fyrsta tilskip- un Kommúnunnar var því að afnema ríkisherinn og setja vopnaða alþýðu í staðinn. Kommúnan var samansett af hverfisráðum, sem kjörin voru í hinum ýmsu hverfum Parísarborgar með almennum kosningum. Ráðin voru ábyrg og afsetjanleg, hvenær sem var. Meirihluti þess- ara hverfisráða var skipaður verkamönnum eða viðurkenndum fulltrúum verkalýðsstétlarinnar. (Af 85 meðlimum Parísarkomm- únunnar voru um 30 verkamenn og rúmlega 50 handiðnarmenn, þjónustumenn og menntamenn. Borgarastéttin átti í upphafi 20 fulltrúa, sem hún hafði komið að í krafti atkvæðamagns síns, en þeir sögðu undir eins af sér störfum í Kommúnunni. Af meðlimum Kommúnunnar má nefna verkalýðsleiðtoga eins og Varlin, Assi, Duval, Theisz og hinn ungverska Leo Frankel, sem gegndi störfum vinnumála- og viðskiptamálaráðherra. Vísindi og listir áttu þarna ágæta fulltrúa eins og Courbet málara, Flourence mannfræðing, Vaillant verkfræðing, Jules Valles rithöfund og Pottier skáld, höf- und Internationalsins. Ath. H. K.) Kommúnan átti ekki að vera

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.