Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 10

Réttur - 01.05.1961, Page 10
170 II É T T U K Dagsbrúnarstjórnin og Dagsbrúnarmenn sáróánægðir yfir að liafa yfirleitt nokkra fulltrúa atvinnurekenda í stjórn sjóðsins, en ákváðu að ekki væri rétt að heyja verkfall lang- an tíma enn út af þessu einu, enda væri þessi skipan sjóð- stjórnar aðeins til bráðabirgða og Dagsbrún myndi vinna að því að fá óskoruð ráð yfir styrktarsjóði sínum. Lauk Dagsbrúnarverkfallinu 29. júní eftir réttan alman- aksmánuð. Og fagfélögin knúðu og fram svipaða samninga með álíka löngu verkfalli. Ofstækisklíkan í Vinnuveitendasambandi Islands liafði barizt eins og sært villidýr, — og það að samið var við Dags- brún en ekki haldið áfram endalaust, var sumpart sökum þess, að ýmsir skynsamari og sanngjarnari atvinnurekendur tóku fram fyrir hendur hinna, er þeir sáu í hvert óefni mál- um þjóðfélagsins var stefnt. En Vörubílstjórafélagið Þrótt- ur fékk og að kenna á þessu ofstæki, er það að lokum gekk til samninga eftir 6 vikna baráttu, er liáð var fyrst og fremst fyrir sanngjarnri vinnumiðlun. Verklýðshreyfingin vann sigur í þeim hagsmuna- átökum, sem hún háði við auðmannastéttina júnímán- uð allan 1961. Verkalýður íslands sýndi, að hann var Reykjavíkurauðvaldinu yfirsterkari. En íslenzk þjóð fékk að sjá framan í það ofstæki, er grípur hatramasta hluta auðvaldsins, þegar það tapar. Þjóðin sér af framferði og ábyrgðarleysi ofstækis- mannanna, hvílíkt tjón Reykjavíkurauðvaldið undir forustu þeirra veldur þjóðfélaginu, ef það er ekki brot- ið á bak aftur, jafnt á vettvangi hagsmunaátaka sem stjórnmála. Þelta Reykjavíkurauðvald hefur undir for- ystu núverandi ríkisstjórnar fengið slíkar „innspraut- ingar“ fræðikenninga og auðmagns frá Bandaríkjun- um, að stígið hefur því til höfuðs, svo það hyggur á alræði sitt yfir íslenzkri þjóð og hyggst eitt eiga að

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.