Réttur


Réttur - 01.05.1961, Side 45

Réttur - 01.05.1961, Side 45
R E T T U R 205 Slíkir samsærishópar skyldu ná völdum með vopnaðri uppreisn og afnema þannig auðvaldsskipulagið í einni svipan. Rannsókn á sögu- legum aðstæðum og mat á þjóðfélagslegum möguleikum stéttanna var þeim framandi. Af efnahagsmálum skiptu þeir sér svo að segja ekkert. Minni hluti verkalýðsins aðhylllist hins vegar proudhonismann*). Proudhonistar voru að því leyti andfætlingar blanquista, að þeir fengust nær eingöngu við efnahagsmál. Þeir stefndu að því að festa og efla þjóðfélagsaðstöðu smáborgaranna. Eign smá-vöruframleið- andans var helgasta hugsjón þeirra. Þeir vildu því síður en svo af- nema einkaeign á framleiðslutækjum. Hugmyndir sínar um þjóðfé- lagið og framtíð þess byggðu proudhonistar ekki á sundurgreiningu þjóðfélagsins og efnahagslífsins, heldur á einstaklingsbundnu mati sínu á siðgæðishugmyndum. Þeir voru á móti stéttabaráttu og álitu, að hið nýja þjóðfélag mundi skapast með umbótum á því gamla. Nauðsyn verkalýðsvalda skildu þeir ekki. Parísarkommúnan var verkalýðsstéttinni mikill skóli í hugmynd- um og vinnubrögðum. Hún færði heim sanninn um það, að marx- isminn einn getur verið grundvöllur sósíaliskrar stefnu. Þetta viður- kenndu líka þeir kommúnarðar, sem af komust og leituðu hælis i út- löndum. Þeir hugleiddu injög vandamál Kommúnunnar og urðu yf- irleitt marxistar um síðir. „Kommúnan varð gröf hins gamla, sér- staklega franska sósíalisma og um leið vagga hins alþjóðlega komm- únisma, sem þá var Frakklandi nýr.“ (Engels í bréfi til Bebels 1884.) Þegar á það er litið, hve verkalýðurinn í París 1871 var illa undir það búinn að framkvæma sögulegt hlutverk sitt — afnám stétlaþjóð- félagsins — þá má telja jákvæðan árangur Kommúnunnar meiri en efni stóðu til. Eðli Kommúnunnar og nokkrar helztu aðgerðir bera því glöggt vitni. ÖIl eru meginatriðin jákvæð: Kommúnan var lýð- ræðisleg valdstjórn verkalýðsstéttarinnar; afnam valdatæki borgar- anna, lögregluna og fastaherinn; réði kosna og afsetjanlega embættis- menn lil að sjá um framkvæmd almennra mála; lýsti yfir, að upp- hafsmenn stríðsins skyldu bera kostnaðinn af því og greiða einir *) Stefna kennd við Frakkann Pierre-Josepli I’rondhon, 1809—1865. Hann var sósíaliskur liagspekingnr á smáborgaravísu.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.