Réttur


Réttur - 01.05.1961, Síða 24

Réttur - 01.05.1961, Síða 24
184 R É T T U 11 lijól atviunulífsins að snúasl í Reykjavík, Hafnarfirði, Ak- ureyri og Húsavík. Frá byrjun var verkfallið víðtækast á Akureyri. Samtímis hófst verkfall hjá Verkarnannafélagi Akureyrarkaupstaðar, Iðju, félagi verksmiðjufólks, Verkakvennafélaginu Einingu og Bílstjórafélagi Akureyrar (launþegum þess félags). Höfðu þau félög öll ásamt Félagi verzlunar- og skrifstofu- fólks liaft í öllu hið nánasta samráð sín í milli um allan und- irbúning samninga og aðgerða, en hið síðast nefnda við- hafði allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins og varð vegna hennar þriggja daga töf á að það kæmi til fram- kvæmda, eða til 1. júní. Sveinafélag járniðnaðarmanna ákvað hins vegar að fylgjast með járniðnaðarmönnum í Reykjavík um verkfallsframkvæmd og semja eitt fyrir sig. Hin félögin, aftur á móti, höfðu komið sér saman um að koma fram sem einn aðili í deilunni og mæta samninga- nefndum atvinnurekenda sameiginlega. í framkvæmd varð þetta þannig, að hvert félag hafði sína sérstöku samninga- nefnd, en nefndir allra félaganna mættu ýmist samtímis til viðræðufunda við atvinnurekendur eða sendu til þeirra framkvæmdastjórn sína, skipaða einum fulltrúa frá hverju félagi. 011 viðbrögð í sambandi við samningana og stærri framkvæmdaatriði voru ákveðin í hinni sameiginlegu stóru nefnd. Stjórn á daglegri framkvæmd verkfallsins var aftur á móti í höndum verkfallsnefnda, sem kjörnar voru í öllum félögunum og unnu saman á hliðstæðan liátt og samninga- nefndirnar. Áður en verkfallið hófst höfðu farið fram allmiklar við- ræður við atvinnurekendur og leit um skeið út fyrir að þær mundu bera árangur. Var nokkuð látið í það skína af hálfu samninganefnda atvinnurekenda, bæði Vinnuveitendafélags Akureyrar og samvinnufélaganna, að þeim væri ekki fjarri skapi að semja um verulegar launahækkanir og jafnvel

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.