Réttur


Réttur - 01.05.1961, Side 3

Réttur - 01.05.1961, Side 3
R E T T U R 163 ins, — vísitöluráninu 1959 og gengislækkuninni 1960, — lækkaður um 25% frá í janúar 1959, er hann vai’ í hámarki 109, og var kominn niður í 84 í maí 1961. Er þá kaupmátt- urinn 1945 = 100. Samtímis þessari ægilegustu Hfskjaraskerðingu er orðið hafði síðan fyrir stríð, hafði svo stjórnarstefnan sýnt sig vera jafn ill á öllum öðrum sviðum efnahagslífsins. Allar framkvæmdir höfðu dregizt saman vegna vaxtaokurs og dýr- tíðar, íhúðabyggingar höfðu stórminnkað, fiskframleiðsl- an hafði minnkað stórum, einkum framleiðslan á freðfiski, dýrmætir markaðir, einkum í löndum sósíalismans, voru að glatast, 10 togarar lágu ónotaðir mestallt stjórnartíma- bilið, langvarandi stöðvanir urðn á framleiðslu vegna óstjórnarinnar í efnahagsmálum, skuldir þjóðarinnar juk- ust og þyngra varð að standa undir þeim, fjárhagur ríkis- ins versnaði þrátt fyrir þyngri tolla og söluskatta og draug- ur atvinnuleysis var aftur farinn að teygja loppu sína inn á heimili alþýðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn var, með Alþýðuflokkinn að verk- færi, að skipuleggja fátækt og atvinnuleysi á íslandi. Hafi einhver trúað gylliboðunum um „frelsið“ og „leið til bættra lífskjara“ í krafti kosningaloforða afturhaldsins, þá blasti nú við honum í maí 1961 algert skipbrot „við- reisnarinnar“ og alger svik á öllu, sem lofað hafði verið. Verkalýðurinn leggur til atlögu. Verkalýðshreyfingin hafði beðið mjög þolinmóð allt frá því haustið 1958 og ekki aðhafzt, þegar lífskjaraskerðing- arnar 1959 og 1960 dundu yfir. Hún vildi að afleiðingar stjórnarstefnunnar fengju að koma svo skýrt í ljós að ekki yrði urn villzt, að þegar alþýðan legði til atlögu, þá væri það af því að efnahagsstefnan hefði sýnt sig ófæra og verkalýðs- sarntökin sameinuðust því gegn henni,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.