Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 28

Réttur - 01.05.1961, Page 28
188 II E T T U K almenns verkafólks heldur aðeins við verkfall verzlunar- fólksins. Síðari dag aðalfundarins urðu svo almennar um- ræður um afstöðu samvinnuhreyfingarinnar til kaupgjalds- baráttunnar og kom þá í ljós að hún átti algera samúð jafnt meðal hænda sem annarra fulltrúa. Lauk umræðum með einróma samþykkt áskorunar á stjórn og framkvæmdastjóra KEA um „að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að samningum verði sem fyrst komið á rnilli kaupfélagsins og þeirra verkalýðsfélaga, sem nú eiga í kjaradeilum.“ Afstaða aðalfundar KEA var án vafa hinn mikilsverðasti stuðningur við verkfallsmenn og átti sinn þátt í að stytta átökin. Fleirum en áður varð ljóst, að tímamót fóru i hönd í samvinnuhreyfingunni, varðandi afstöðuna til verkalýðs- hreyfingarinnar, að sú krafa fólksins, sem byggir upp sam- vinnufélögin, að þau störfuðu með alþýðusamtökunum, en ekki gegn þeim sem bandamenn auðmanna, varð ekki stöðv- uð. Þessar tvær miklu fjöldahreyfingar fólksins voru að finna hvor aðra sem samherja. Hér var ekki að skapast klíkusamstarf foringja, eins og afturhaldsblöðin reyna að telja fólki trú um, heldur heilbrigð og víðtæk samstaða óbreyttra liðsmanna, sem fundu sameiginlegum hagsmunum sínum ógnað, samstaða sein hlaut að þrýsta á forustumenn- ina, jafnvel hina tregustu. Afstaða aðalfundarins var einnig full staðfesting á þeirri staðreynd að verkafólkið stóð ekki einangrað í baráttu sinni, heldur naut samúðar og siðferði- legs stuðnings yfirgnæfandi meirihluta borgaranna í hæ og byggð. Með fimmtudeginum 1. júní fékk verkfallið á sig nýjan svip. Yerzlunarfólkið var komið með. Ollum stærri verzlun- um og skrifstofum var lokað, með þeirri undantekningu að leyfð var afgreiðsla í 3 kjötbúðum og aðalmjólkursölu KEA. Smákaupmenn héldu búðum sínum opnum, að svo miklu leyti, sem þeir gálu afgreitt sjálfir. Var því ekki

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.