Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 18

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 18
BJÖRN JÓNSSON: Skattabyltingin Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefur á valda- tíma sínum unnið markvisst að því að skapa, einkafjármagni, er- lendu og innlendu, drottnunaraðstöðu í íslenzku efnahagslífi. Allar hinar mörgu og margþættu aðgerðir stjórnarflokkanna í efnahags- málum hafa beinzt að þessu höfuðmarkmiði stjórnarstefnunnar. — Kauphækkanirnar, gengisfellingarnar, vaxtaokrið, frysting spari- fjárins, raunverulegt afnám ríkisábyrgða til aðstoðar við félagslega uppbyggingu atvinnuveganna, minnkuð ríkisaðstoð við fram- kvæmdir í atvinnumálum, efnahagslegar árásir á samvinnufélögin og síðast en ekki sízt gerbylting skattalöggjafarinnar, hafa allt verið þættir í samræmdum hernaðaraðgerðum til þess að skapa grund- völl fyrir margefldu einkafjármagni og alræðisvaldi þess. Af sama toga eru spunnar aðgerðir stjórnarflokkanna varðandi utanríkis- verzlunina og stórfelld aukning verzlunarálagningar. Því fer fjarri að ríkisstjórnin og flokkar hennar hyggist láta staðar numið við þær aðgerðir í þessa átt, sem þegar eru orðnar staðreyndir. Þvert á móti vex græðgin við hvert fótmál og ráns- klærnar þrýsta æ fastar að almennum lífskjörum. Glöggt dæmi þess eru þær gerbreytingar á skattalöggjöfinni, sem stjórnarflokkarnir eru í þann veginn að láta lögfesta á Alþingi um þessar mundir og hér verður lítillega fjallað um. Til glöggvunar á því hvað hér er um að ræða er nauðsynlegt að hafa í huga þær aðgerðir, sem þegar hafa verið framkvæmdar í skattamálunum á tímabili „viðreisnarinnar", því segja má að það, sem nú er verið að gera sé einskonar kóróna á þeim aðgerðum. Með skattalagabreytingunum og gengisfellingunni í ársbyrjun 1960 var hvort tveggja stefnt að því að stórauka skattabyrðarnar í heild og færa meginþunga þeirra yfir á herðar almennings. Gengis-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.