Réttur


Réttur - 01.06.1962, Page 6

Réttur - 01.06.1962, Page 6
ÁSGEIR SVANBERGSSON: DAGUR Mig dreymir ojt í daganna rökkurblundi drauminn forna um daginn sem jrjálsborinn kemur með fögnuð í spori og fegurð óborna. Brosandi morgunn þess dags á glugga minn guðar í golunnar fylgd sem ástheitri kveðju andar á þyrstar varir svo undurmild. Og leysandi höndum fer þytmjúkur þeyrinn um þungbúna kletta og sofendur lúðmyrkra sólvaktir rísa og svefni létta. í langnœtur myrkri vordraumar vitja mín. Ég veit, að þú kemur, þú dagurinn þreyði um aldanna óraveg og ógnseið fremur.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.