Réttur - 01.06.1962, Síða 28
EINAR OLGEIRSSON :
Yegin — og léttvæg fundin
Islenzk burgeisastétt hefur nú ráðið landinu alein í þrjú ár, síðan
í árslok 1958 að hún hóf Alþýðuflokkinn til ríkisstjórnarvalda sem
skjaldsvein sinn til þess að fremja fyrstu ránin og samningsrofin
gagnvart verkalýðnum með lögbanni vísitölunnar 1. febr. 1959 og
lækkun kaupsins um 10% þar með. Síðan hefur Alþýðuflokkurinn
verið henni sá skjöldur, er hún hefur beitt í alræði sínu, með þeim
afleiðingum að skjöldur sá var allmjög sundur höggvinn í síðustu
kosningahríð.
Islenzk burgeisastétt liefur að vísu vegna eignarhalds síns eða
umráðaréttar yfir atvinnutækjunum verið valdastétt þjóðarinnar
þessa öld mestalla. Þjóðfélag vort hefur í grundvallar atriðum verið
auðvaldsskipulag með þeim ummerkjum, er nýlendustigið gamla
hafði á það sett. En burgeisastéttin hefur ekki ráðið ríkisstjórn
alein, nema með köflum. Bændastéttin og verkalýðurinn hafa um
nokkur skeið haft viss áhrif á stjórnarhætti, ekki sízt í krafti þess
hve ríkisrekstur og ríkisafskipti, samvinnuhreyfing og verklýðs-
hreyfing hafa verið sterk á íslandi, en ógæfan verið sú að bænda-
stéttin hefur verið undir forustu borgaralegs flokks, Framsóknar-
flokksins, sem auðvaldsáhrif voru mjög sterk í (sbr. olíumál og
amerísk umboð S.Í.S og ,,helmingaskipti“), svo sá flokkur fékkst
aldrei inn á róttœka alþýðupólitík og of sjaldan inn á þjóðlega stefnu
í veigamestu sjálfstæðismálum, eins og þjónusta hans við hernám
og Nato sannar. Hins vegar stóð hann með þjóðfrelsisinnum í lýð-
veldisstofnun og Landhelgismálinu.
Islenzk burgeisastétt sýndi að vísu snemma, hvað hún þráði,
þegar hún á þriðja áralug aldarinnar réð alein fram til 1927:
„Hvíti slagurinn" í nóvember 1921, — þessi aðför að Ólafi Frið-
rikssyni í skjóli Rússagrýlunnar og lyganna, vopnun „hvíta“ liðsins,
draumurinn um að setja Jónas frá Hriflu í tugthúsið líka, allt bar
þetla voll um þá ofbeldishneigð harðvítugasta arms burgeisastéttar-