Réttur - 01.06.1962, Side 48
ÁRNI BERGMANN:
Yerklýðsfélög og lífskjör
í Sovétríkjunum
Vinnan.
í tillögum um vinnulöggjöf sem birtar voru hér í Sovétríkjunum
1959 og voru síðan samþykktar eftir umræður og nokkrar breyting-
ar er grein um verkalýðsfélög sem hljóðar þannig:
„Verkalýðsfélög gæta hagsmuna verkamanna og starfsfólks gagn-
vart fyrirtækjum og stofnunum, gæta hagsmuna þeirra á sviði fram-
leiðslu, almennrar þjónustu, menningarmála. Þau styðja verkamenn
og starfsfólk til þátttöku í stjórn framleiðslunnar, skipuleggja sósíal-
istíska samkeppni, stjórna framleiðsluráðstefnum, taka þátt í lausn
þeirra vandamála sem tengd eru mati vinnunnar, launagreiðslum.
Þau stjórna almannatryggingum, sjá um ráðstafanir iil að fullnægja
efnalegum og menningarlegum þörfum alþýðunnar. Verkalýðsfélög
taka þátl í lagasetningu á sviði vinnumála og lífskjara; þau hafa
eftirlit með öryggi á vinnustað, eftirlit með dreifingu húsnæðis og
almennri þjónustu við verkafólk.“
Það sést glöggt á þessari upptalningu að verkalýðsfélögum í Sovét-
ríkjunum eru ætluð margvísleg hlutverk og að ýmsu leyti ólík því
sem við eigum að venjast. I tilfærðri grein er lil dæmis byrjað á
því að ræða um þátttöku verkalýðsfélaganna í eflingu framleiðsl-
unnar, og í grein þeirri í ofangreindum tillögum sem fjallar um
kjarasamninga segir, að þar skuli ekki aðeins kveðið á um skuld-
bindingar varðandi kaup og kjör, heldur og skuldbindingar varð-
andi framleiðsluna og aukningu hennar. Hins vegar er í þessum
lögum hvergi minnzt á það gamla vopn verkalýðsfélaganna í kjara-
baráttunni -—■ verkföll.
Þegar spurt hefur verið að því, af hverju verkföll séu ekki háð
í Sovétríkjunum, þá er því venjulega svarað til að verkföll í sósíal-
istísku ríki séu óhugsandi af sömu ástæðum og bóndi gerir ekki