Réttur - 01.06.1962, Síða 56
168
R É T T U R
eða hve marga fermetra þú hefur fyrir. Verksmiðjan reisir barna-
heimili — verkalýðsfélagið stjórnar því og úlhlutar plássum, — og
sendir börnin upp í sveit á sumrin til að hreinsa í þeim lungun og
sálina. Verkalýðsfélagið stjórnar klúbbnum og þeirri margvíslegu
starfsemi sem þar fer fram, hvort sem um er að ræða dansiböll,
áhugamannaleikhús, listfræðsluskóla alþýðu eða það voðalega fyrir-
tæki lúðrasveit. Ollum þessum málum má vitaskuld stjórna vel eða
illa, en það eru verkalýðsfélögin sem gera það.
Eins og kunnugt er laka almannatryggingar í Sovélríkjunum
ekkert af kaupi verkamanna, þær fá allt fé úr ríkissjóði, af ágóða
ríkisfyrirtækja. En fyrir nokkru hafa verkalýðsfélögin tekið stjórn
almannatrygginga í sínar hendur. Þau leysa nú öll vandamál í sam-
bandi við ákvörðun upphæða og úlhlutun sjúkrabóta, slysatrygg-
inga, ellilauna, ekknastyrkja, styrkja til föðurlausra barna (slík
upptalning gefur engan veginn tæmandi upplýsingar; sjúkrabætur
fá menn t. d. ekki aðeins ef þeir veikjast sjálfir, heldur einnig ef
einhver meðlimur fjölskyldunnar veikist og þarfnast umönnunar).
Þetta er mikið verkefni, og ekki bætir það úr skák að hér undir
falla einnig „vegabréf“ í hvíldar- og hressingarheimili, sum ókeypis,
önnur með afslætti, enn önnur fullborguð.
Öll þessi þjónusta sem nú var nefnd hefur aukizt mikið á síð-
ustu árum. Þessi þróun er í samræmi við þá stefnu Kommúnista-
flokksins að draga smám saman úr umsvifum og afskiptum ríkis-
valdsins en auka veg og vald ýmissa samtaka almennings. Ekki
veitir af. En þetta mál hefur einnig aðrar hliðar.
Lífskjör verkamanna í Sovétríkjunum ákvarðast ekki af vinnu-
launum einum. Hin miklu framlög hins opinbera til ókeypis mennt-
unar og heilsuverndar, til barnauppeldis, námsstyrkja, ellilauna,
húsnæðismála, hlýtur einnig að reiknast þeim til tekna. Tökum
dæmi. Húsaleiga er lág í Sovélríkjunum. Arið 1958 námu útgjöld
við rekstur og viðhald íbúðarhúsa í Leningrad 213,5 milljónum
rúblna (nýrra), — en borgarbúar greiddu aðeins 27,2 milljónir
rúblna í húsaleigu. Afgangurinn er greiddur úr opinberum sjóðum.
Arið 1959 kostaði mánaðardvöl eins barns á barnaheimili í Lenín-
grad 30 rúblur, hins vegar greiddu foreldrarnir aðeins 5—10,6
rúblur (minnst þeir sem láglaunaðastir eru). 1 Leningrad er barna-
leikhús: ef það hefði ált að borga sig árið 1959 hefði meðalverð
aðgöngumiða þurft að vera 1,10 rúbl. en í reynd kosluðu miðarnir
um 40 kópeka. Þannig má lengi telja. Súkharévskí telur í ofan-