Réttur


Réttur - 01.06.1962, Side 80

Réttur - 01.06.1962, Side 80
RITFREGNIR Lcnín: Hcimsvaldastcfnan - hæsta stig auðvaldsins. — Hcimskringla, Rvik 1961. Lenín var ekki aðeins mikill stjórn- málamaður og flokksleiðtogi, heldur og fræðimaður og vísinda. Hann til- einkaði sér fræðikenningar Marx og Engels og hagnýtti þær í vísindaleg- um rannsóknum sínum á þjóðfélags- ástandi samtímans. Niðurstöðurnar urðu svo grundvöllur hinnar sigur- sælu baráttu rússneska kommúnista- flokksins, sem hann háði undir dæg- urpólitískri forustu þess sama Leníns. Rit Leníns um heimsvaldastefnuna markar tímamót í marxískri þjóðfé- iagsrannsókn, því að þar er í fyrsta skipti skiigreint á vísindalegan hátt hið imperíalíska tímaskeið auðvalds- skipulagsins og sýnt fram á, að sósíal- isminn einn getur leyst einokunar- samtökin af hólmi. Jafnframt er það sannað, að verkalýðurinn tckur ekki völdin við alheimsbyltingu, heldur sigrar byltingin fyrst í því landi, þar sem hlekkur imperíalismans er veik- astur. Rúmu ári eftir að Lenín lauk við Heimsvaldastefnuna, varð Októ- ber-byltingin í Rússlandi. Slíkt var raunsæi Leníns. — Eyjólfur R. Árna- son hefur þýtt bókina á lipurt mál; hún er 183 blaðsíður að iengd og kost- ar 170 krónur. Stefnuskró Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. — Heims- kringla, Reykjavík 1962. Komin er út í íslenzkri þýðingu hin nýja stefnuskrá sovézkra kommúnista, sem samþykkt var á flokksþingi þeirra sl. haust. Þetta er þriðja stefnuskráin, sem kommúnistaflokkur Leníns berst fyrir. Á öðru flokksþinginu 1903 var sett það takmark að hrinda keisara- stjórninni úr sessi, afnema þjóðfélags- skipan borgaranna og koma á alræði öreiganna. Þetta tókst 1917. Á átt- unda flokksþinginu 1919 var skil- greint það verkefni að framkvæma sósíalisma. Ilann er nú löngu orðinn að veruleika í Sovétríkjunum. Nú er fyrir höndum að skapa þjóðskipulag kommúnismans, og um það fjallar þessi nýja stefnuskrá. „I henni er tck- in til greina reynsla byltingahreyfing- arinnar um heim allan. Hún túlkar á- lit flokksins í heild og skilgreinir um leið aðalverkefni og megináfanga i framkvæmd kommúnismans." Stefnu- skráin er 140 blaðsíður að lengd í hinum íslenzka búningi og kostar 25 krónur.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.