Réttur - 01.09.1962, Page 6
R E T T U U
198
9. nóvember 1932 urðu svo hin sögulegustu átök, er orðið haía
á 20. öldinni í Reykjavík, fyrir utan 30. marz 1949. Þá svarf neyð-
in að meir en nokkru sinni fyrr. 1500 atvinnuleysingjar voru skráð-
ir í Reykjavík. Þorri verkamanna dró fram lífið með einnar viku
atvinnubótavinnu á mánuði. Þá samþykkti bæjarstjórnaríhaldið að
lækka kaupið í atvinnubótavinnunni úr 1.50 kr. um tímann niður
í 1.00 kr. Var þetta gert samkvæmt sérstakri samþykkt i miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins og skyldi vera upphaf almennrar launalækkunar.
Þá reis verkalýður Reykjavíkur upp. I harðvítugum hardaga
við lögreglu og hvítliða, þar sem verkalýðurinn bar hærri hlut,
hratt verkalýðshreyfingin hungurárás afturhaldsins. Sjálfstæðis-
flokkurinn gafst upp við launalækkunina, er hann sá, að alþýðunni
var alvara og ætlaði ekki að láta svelta sig.
1 þessum hardaga stóðu kommúnistar og vinstri Alþýðuflokks-
menn saman. 1 hita baráttunnar gegn hróplegu ranglæti skapaðist
fyrst sú samfylking, sem síðar, eftir kosningasigur Kommúnista-
flokksins 1937, leiddi til einingar þessara afla í Sósialistaflokkn-
um 1938.
Hér á eftir eru birt tvö kvæði, sem hin harða barátta atvinnu-
leysingjanna þetta ár, gaf tilefnið til: „Níundi nóvember“ eftir Jó-
hannes úr Kötlum, er birtist í „Hrímhvíta móðir“ 1937, — og
„Verkamaður“ eftir Stein Steinar, sem birtist í Rétti 1. hefti 1933
ásamt kvæðinu „Hin hljóðu tár“, og voru þá fyrstu ijóð Steins,
er birtust í Rétti.
Eins og árið 1932 var ár hinnar sáru neyðar og erfiðu, blóðugu
baráttu, — svo varð árið 1942 ár hinna miklu sigra, upphaf tíma-
bils mannsæmandi lífskjara, er stóð nokkurt árabil.
Arið 1942 uppskar alþýða Islands ávöxtinn af þrotlausri bar-
áttu undanfarinna áratuga og fyrst og fremst tímabilsins 1930—41.
Undir leiðsögn Sósiaiistaflokksins tókst 1942 að hagnýta góðar
aðstæður, fylkja alþýðunni vel saman og einbeita öllum mætti al-
þýðunnar að því að ágra, — fyrst að brjóta gerðardómslögin frá
janúar 1942 á bak aftur með „skæruhernaðinum“ og síðan að
sundra afturhaldsöflunum og sigra þau í tvennum alþingiskosn-
ingum. En það er ekki ætlunin að fara að rifja upp sögu þessa
árs að sinni, enda oft verið á það minnst, svo mjög sem það mark-
aði tímamót í sögu Islands.
En það er íslenzkri alþýðu hollt á þeim alvarlegu tímamótum,
er hún nú lifir, að rifja upp sögu þessara ára sjálf.