Réttur


Réttur - 01.09.1962, Síða 18

Réttur - 01.09.1962, Síða 18
210 R É T T U R 5%, og launahækkun því aðeins möguleg 2—3%, — allt, sem þar sé fram yfir þýði verðbólgu. — Og þessu er haldið fram eftir að búið er að lækka kaupið með löggjöf, þannig að með slíkri kaup- hækkun árlega myndi kaupmáttur límakaups fyrst árið 1972 vera kominn í það, sem hann var i janúar 1959. Og þegar þessir vald- hafar burgeisastéttarinnar eru svo þar að auki svo ósvífnir og skeytingarlausir um Jjjóðarhag að lækka vægðarlaust gengi krón- unnar við hverja kauphækkun, sem þeim mislíkar, og nota síðan gengislækkunina, sem þeir hafa framkvæmt að óþörfu, sem sönn- un fyrir því, að kauphækkunin hafi verið of mikil, — ])á er auð- séð, að út úr slíkum vítahring, setn völd burgeisastéttarinnar skapa, sleppur alþýðan ekki nema með því að taka þau völd af auðvald- inu og í sínar eigin hendur. Þá fyrst getur al])ýðan gert ráðstafan- ir til þess að láta hraðann á aukningu framleiðslunnar verða meiri, t. d. 8—10%, og möguleikann á kauphækkunum þeim, sem byggj- ast á aukinni framleiðslu þá meiri, t. d. 7—8% á ári, — en auk þess er grundvöllur fyrir raunverulegum kauphœkkunum bœði tneð minnkuðum gróða auðvaldsins og með betri skipulagningu atvinnu- lífsins. Við skulum nánar ræða síðar, hvernig að þessu skuli farið. 3. Ohagstœð skipting milli neyzlufjárfestingar og framleiðslu- fjárfestingar. — Fjárfesting hefur verið hlutfallslega mikil á ís- landi, um 30% af þjóðartekjunum. En skipling hennar hefur frá sjónarmiði aukinnar ])jóðarframleiðslu verið lakari en annars stað- ar. Þannig var t. d. framleiðslufjárfestingin í Danmörku og Noregi á árabilinu 1950—54 75% af heildarfjárfestingunni, en neyzlu- fjárfestingin 25%. En á íslandi var 1955 og 1956 sama hlutfall þannig að framleiðslufjárfestingin var 54—56% en neyzlufjár- festingin 44—46%. (Framleiðslufjárfesting er vélar, verksmiðj- ur, skip etc. Neyzlufjárfesting íbúðir, bílar, vegagerð etc. — Töl- urnar eftir bók Haraldar Jóhannessonar: Efnahagsmál, bls. 109, byggt á skýrslum Framkvæmdabanka lslands). Einkennandi fyrir þessa þróun var t. d., að 1949 til 1956 voru keyptir iil Islands 5000 bílar en enginn togari. Orsökin er sú, að hver einstaklingur ræð- ur sjálfur fjárfestingunni og íestir út frá einstaklingshag sínum, en enginn hugsar um sjálfan jramleiðslugrundvöllinn, sem allir eiga þó að lifa af, — e/ þjóðfélagið sem heild gerir það ekki. — Aðferð auðvaldsins nú til þess að reyna að breyta hér iil að ein- hverju leyti, er sú, að minnka svo neyzlu almennings, að alþýða manna hafi ekki efni á að byggja sér íbúðir og veita sér önnur

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.