Réttur


Réttur - 01.09.1962, Side 20

Réttur - 01.09.1962, Side 20
212 R E T T U R Vandamál sjávarútvegsins er í rauninni það, að það eru of margir og of frekir aðilar, sem œlla sér að lifa of hátt, grœða of mik- ið á of lítilli og of lítið úrunninni framleiðslu sjávarútvegsins. Allt verzlunarauðvald landsins, allir olíuhringarnir, öll tryggingarfélög- in, allir söluhringarnir, allir „viðslciptavinirnir“, allir hankarnir, — allt reitir þetta til sín „ajlahlut“ af sjávarútveginum úður cn sjómenn og útgerðarmenn fá sinn hlut. íslenzk burgeisastétt hefur byggt slíka luxushöll ofan á sjávarútveginn, að hún eygir vart af hæstu hæðunum, þar sem hagspekingar Atlantshafsbandalagsins húa, grundvöllinn, sem allt þetta er reist á, ■— og því hættir þess- um aðilum til að halda að viðskiptin innan yfirbyggingarinnar séu aðalatriðið, þegar undirstaðan sjálf er auðvitað það þýðingar- rnesta. Islenzkt verzlunarauðvald hefur alitaf frekar kosið að taka sinn gróða á þurru, en hætta sér í þróun sjávarútvegsins. Gott dæmi er fjárfesting olíufélaganna, — hvað skyldi hafa mátt gera marg- ar góðar niðurlagningar- og niðursuðuverksmiðjur, til að marg- falda verðmæti sjávarútvegsins, úr því fé, sem olíuhringarnir hafa fest til sölu á afurðum sínum. — Það, sem þarf að gera fyrir ís- lenzkan sjávarútveg, er að losa hann við arðránsgammana, sem tæta af honum auðinn, sem hann skapar þjóðarbúinu fyrir vinnu sjómannanna. — Enda er það táknrænt fyrir ástandið nú, þegar „frelsið“ á að vera ríkjandi í atvinnulífinu, — „frelsi atvinnurek- enda“ og „frelsi verkamanna“, — að sjómennirnir eru gerðir þræl- ar ríkisvaldsins með gerðardómslögum og sviptir samningsrétti, en útgerðarmönnum og fiskframleiðendum skipað að skila ríkinu öll- um gjaldeyri, sem sjávarútvegurinn framleiðir, svo verzlunarauð- valdið geti ráðstafað honum. Þannig mætti lengi telja hina ýmsu þætti efnahagsvandamála, stórra og smárra, sem borgaralegu hagfræðingarnir ræða um hvert út af fyrir sig. En eitt efnahagsvandamál ræða þeir ekki: efnahagsvandamál alþýðuheimilanna. En það er einmitt það vandamál, sem fyrst og fremst þarf að leysa og allt á að miðast við. — En þetta „skeyling- arleysi“ um efnahagsvandamál alþýðuheimilanna er einmitt höf- uðatriðið í arðránsstefnu auðvaldsins: ]iað á allt efnahagslífið að miðast við það eitt að skapa gróða handa nokkrum auðmönnum, en afkoma mannsins sjálfs, — afkoma þeirra launþega og hænda, sem eru 90% þjóðarinnar, — er gerð að aukaatriði — eða réttarn

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.