Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 29

Réttur - 01.09.1962, Page 29
RETTUR 221 skapazt á hluta af íslandi. En það dugar ekki að láta þá galla, — sem við þekkjum frá fornu fari, — hræða menn frá því að stíga spor fram á við, heldur verður alþýðan að setja sér að berjast gegn þeim löstum og að lokum uppræta þá. 3. Þoð verður að nýta i þjóðarþógu banka, vótryggingarfélög, oliufólög, byggingarverzlun, skipafélög o. fl. Ef almenningur á lslandi á að lija við góð og batnandi lífskjör innan auðvaldsskipulagsins, þá er engin leið að láta arðrœna hann á öllum sviðum lífsins. Það verður að takmarka gróðamyndunina, því alþýðan ber ekki svo stóra og ríka yfirstétt sem nú er verið að koma hér upp. Það verður með öðrum orðum að útiloka gróða- myndun á vissum sviðum, þjóðarlieildinni í hag, og er þá eðlilegast að útiloka myndun einkagróða á þeim sviðum, sem öruggust eru, en leyfa einmitt myndun hans á þeim sviðum þar sem áhœttan er mest, og mest reynir því á jramtak og hyggjuvit einstaklingsins. Samkvæmt þessu ætti eigi aðeins að liætta þeirri stefnu að láta bankana græða ofsalega, t. d. upp undir 150 milljónir króna á ári, ef allt væri til fært. Bankar landsins eiga fyrst og fremst að vera þjónustufyrirtæki við þjóðarbúið og almenning, en ekki undir- orpnir gróðasjónarmiði og þjónustu við einkaatvinnurekendur, eins og beinast kemur fram hjá bönkunum, þegar þeir raunverulega að- stoða einkaatvinnurekendur í verkbönnum og verkföllum með því að ganga ekki fast að þeim, þegar þeir dirfast að stöðva þann at- vinnurekstur, sem þjóðinni liggur á að rekinn sé. En það ælti líka að tryggja að sá gróði, sem nú fer til vátrygg- ingafélaga, olíufélaga, skipafélaga og byggingarefnasala, rynni i þjóðarbúið og yrði til að bæta lífskjör launþega. Ef ekki finndust önnur hentug ráð til slíks, yrði að gera þetta með þjóðnýtingu. — Bað má engan blekkja í þessum efnum að sum slík félög sýni tap á reikningum sínum. Með þeim afskriftareglum sem nú gilda, geta auðfélög safnað tugmilljóna gróða og alltaf sýnt tap. Tveir af þing- mönnum Alþýðubandalagsins, Lúðvík Jósefsson og Karl Guðjóns- son sýndu fram á það í greinargerð frumvarps síðastliðinn vetur að hægt væri að lækka vexti til sjávarútvegsins um 100 milljónir króna, lækka vátryggingargjöld um 135 milljónir kr., lækka flutn- jngagjöld um 20 milljónir kr., lækka ýms önnur gjöld sjávarútvegs-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.