Réttur


Réttur - 01.09.1962, Side 33

Réttur - 01.09.1962, Side 33
RETTUR 225 andlega óháð auðmannastéttinni, láti ekki glepjast af áróðri hennar til að tráa á auðvaldsskipulagið sem ómissandi, sem sáluhjálpar- atriði, — með öðrum orðum: gerist ekki borgaraleg í hugsunarhœtti sínum. En það er einmitt það, sem áróður auðvaldsins kappkostar að gera hana. Alþýðan þarf að sannfœrast um mátt sinn og megin, öðlast öll trú á getu sína til þess að stjórna þjóðfélaginu, sjálfri sér og heildinni í hag með því réttlœti og þeim viturleik, sem auðvaldið vantar. „Buddunnar lífæð . . ." Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsir því yfir að hún muni „vernda“ Suður-Ameríkuríkin gegn kommúnisma. Auðmenn Bandaríkjanna átlu sem kunnugt er helztu auðfyrirtækin á Kúbu og arðrændu þjóð- ina þar, en eru nú reiðir, þegar alþýðan hefur rekið þá burtu og býr nú sjálf að sínu. En af hverju er ríkisstjórn Bandaríkjanna þá svona umhugað um Suður-Ameríku? Auðliringar Bandaríkjanna hafa hvergi fest annað eins fjármagn og í Suður-Ameríku, að Kanada undanteknu. 1960 var fjárfesting einkafjármagns Bandaríkjanna í Suður-Ameríku 8365 milljónir dollara, í Vestur-Evrópu 6645 milljónir dollara og í Asíu, Afríku og Astralíu 6536 millj. dollara. Síðan 1935 hefur fjárfesting þeirra í Suður-Ameríku þrefaldast. Rockefeller, Mellon og aðrar auðkongaætlir Bandaríkjanna dæla árlega 100 milljónum smálesta af olíu úr Suður-Ameríku. Það er þriðjungur þeirrar olíu, sem unnin er í Bandaríkjunum. Þessir herrar eru til í allt, til að vernda gróða sinn. Georg Brandes sagði eitt sinn: Ekkert villidýr er eins grimmt og maðurinn, sem berst fyrir peningum sínum. Mannkynið þarf að vera vel á verði gagnvart hættunni af þessu örþrifa-auðvaldij sem sér mátt sinn þverra með degi hverjum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.