Réttur - 01.09.1962, Qupperneq 38
230
R E T T U I!
Iiindra árásarseggina í líma, að hindra stríð, að koma í veg fyrir
að það hefj ist“
Baráttueining er grundvaliarnauðsyn.
A árinu 1961 var myndaður nýr stjórnmálaflokkur, New Demo-
cratic Party, (Nýi lýðræðisflokkurinnj. Hann var stofnaður fyr-
ir atbeina verkalýðsfélaganna og hins fyrrrverandi Sósíaldemó-
krataflokks — Co-operative Commonwealth Party. Þetta gæti vel
orðið stórt skref til þess að gera að veruleika það sem Kommún-
istaflokkurinn hefur barizt fyrir allt frá stofnun sinni, allsherjar
fjöldaflokk verkamanna og bænda, sem styddist við verkalýðsfé-
lögin og samtök bænda. Kommúnistaflokkurinn liefur sýnt eining-
arstefnu sína í verki gagnvart hinum nýja flokki. Hann setur eng-
in skilyrði fyrir stuðningi við baráttueiningu á lýðræðisgrund-
velli. I samræmi við þetta mun flokkurinn vinna að kosningu
frambjóðenda N. D. P., þar sem hann hefur ekki sjálfur fram-
bjóðendur.
Eining verkalýðsstéttarinnar bæði innan félaganna og í verk-
smiðjunum er grundvallarnauðsyn. Hún er leiðin lil að ná í sam-
tökin þeim meirihluta verkamanna, sem nú er óféiagsbundinn, leið-
in til að fá fram hækkun kaups og styttingu vinnuvikunnar og
til að fá fjöldann almennt til að berjast fyrir nýju þjóðfélagskerfi.
Eining er skilyrði fyrir virkri baráttu fyrir sannri verkalýðsslefnu
og sigri yfir hægri öflunum.
Takmark flokksins er sigur yfir flokkum einokunarauðvaldsins,
að fá kjörna ríkisstjórn verkamanna og bænda, sem berjist fyrir
velferð alþýðunnar, friði og afvopnun, sjálfstæði og hlutleysi
Kanada. Á þessum grundvelli álítur Kommúnistaflokkur Kanada,
að N. D. P. geti sameinað innan sinna vébanda þann mikla fjölda
kanadískra föðurlandsvina, sem óska eftir svona stefnu í einhverri
mynd.
Franska Kanada.
Nýr Jjátlur í kanadísku stjórnmálalífi er hin sterka aljrýðuhreyf-
ing í Franska Kanada eftir fall hinnar ný-fasistísku stjórnar í
fylkinu Quebec 1960. Þessi hreyfing hefur gert Franska Kanada
að pólilískum orrustuvelli þar sem lýðræðislegar umræður um
grundvallaratriði hafa náð háu stigi.