Réttur - 01.09.1962, Side 39
R É T T U R
231
Um þessi mál ályktaði þingið m. a.: „Sautjána þing Kommún-
istaílokks Kanada lýsir yfir heilshugar stuðningi við hina frönsku
þjóð Kanada í haráttu hennar fyrir fullum lýðræðisréttindum og
þjóðlegum sjálfsákvörðunarrélli, ]). á m. rétti til að segja skilið
við Sambandsríkið ef meirihluli hennar skyldi ákveða svo. lJjóð-
legt jafnrétti fólksins í Franska Kanada útheimtir viðurkenn-
ingu í stjórnarskránni á stöðu þess sem þjóðar, rétti þess sem
þjóðar, til að skipa málurn sínum að eigin ósk og ákveða sitt
stjórnarform, hvort heldur sem sérstök, sjálfstæð þjóð, eða í
frjálsu sambandi við Enska Kanada. — Um leið og flokkurinn
heldur fram þessum lýðræðislega rétti, leggur hann áherzlu á, að
réttindin séu notuð á þann liátt, sem bezt samrýmist hagsmunum
hins vinnandi fólks beggja ]>jóðanna og sameini bezt átök þess
í baráttunni gegn sameiginlegum óvinum — einokunarauðvaldi,
imperíalisma, arðráni og stríði“.
Flokksstarfið inn á við.
Þingið ræddi og gerði ályktanir um flokksstarfið inn á við og
eflingu æskulýðssamtakanna. Var m. a. talin mikil nauðsyn, að
gera meira en áður til að ýta undir yngri menn til að taka við á-
byrgðarstöðum í flokknum. I samræmi við það óskaði Tim Buck,
sem nú er 71 árs og verið hefur framkvæmdastjóri flokksins síðan
1929, eftir því að verða ekki endurkosinn til þess starfs, var sú ósk
tekin lil greina, en hann kjörinn forseti flokksstjórnarinnar.
Þá taldi þingið, að þótt pólitískur þroski hefði vaxið innan
llokksins, þyrfti að efla fræðslustarf meðal flokksmanna, svo að
þeir nái betri tökum á grundvallarkenningum Marx og Lenins og læri
að beita þeim við kanadískar aðstæður við mótun kanadískrar
stjórnmálastefnu. „Sameinum krafta okkar til að gera Konnnún-
istaflokk Kanada að fjöldaflokki hinnar kanadísku verkalýðsstétt-
ar“, segir að lokum í stjórnmálaályktun þingsins.
Þýtt og stytl af A. A.