Réttur


Réttur - 01.09.1962, Síða 44

Réttur - 01.09.1962, Síða 44
236 R E T T U R innar, en dreymir auk þess um pólitísk völd þar. Svo ósvífin eru af- skipti þessa auðvalds að sendifulltrúi ameríska sendiráðsins lýsti því yfir að það yrði ekki þolað að AKEL kæmist til valda á Kýpur. Einnig vex yfirgangur vestur-þýzka auðvaldsins. Þrátt fyrir þessa ágengni erlendu heimsvaldasinnanna, heldur þó forsetinn, Makarios erkibiskup, fast við yfirlýsinguna um hlutleysi og vináttu við allar þjóðir, þó mikið vanti á rökrétta framkvæmd þeirrar stefnu í einstökum atriðum. Auðvaldsríkjunum gezt ekki að þessari hlutleysisstefnu ríkis- stjórnarinnar, — þau vilja innlima Kýpur alveg í Atlantshafsbanda- lagið. En alþýða Kýpur tortryggir heimsvaldasinnana. Reynslan af þeim er bitur. Alþýðan vill að Kýpur fylgist með þeim þjóðum, sem nú hafa nýlega unnið sér frelsi eða berjast enn fyrir því. Stcfna og bardagaaðferð AKEL. Stefna AKEL í hinum flóknu vandamálum landsins er skýr. Flokk- urinn álítur, að einnig eftir að landið var lýst óháð lýðveldi, sé bar- átta þjóðarinnar þjóðleg frelsisbarátta gegn imperialismanum. Þetta er rétt sökum þess að Kýpurbúar eru enn ekki frjálsir, enn er imperialisminn á ey vorri og Zúrich-samningurinn leysti ekki vanda- mál þjóðarinnar. Því verður að einbeita baráttunni gegn imperial- ismanum. Iieimsvaldasinnar reyna að beina hugum fólks burt frá þessari réttu stefnu með áróðri um „kommúnistiskt samsæri“, um „valda- tökuáætlanir AKEL“. Framkvæmdanefnd flokksins afhjúpaði áróðurslygar heimsvalda- sinna og fyrirætlanir þeirra í yfirlýsingu í janúar þessa árs. Þar segir: „Það er til áætlun um að breyta Kýpur í eldflauga- og kjarn- orku-stöð, sem þegar er verið að framkvæma....Það er til áætlun imperialistanna um að sundra Kýpurbúum, veikja stjórnina, æsa Kýpurbúa hvern gegn öðrum og nota árekstrana til að blanda sér inn í málefni Kýpur og koma nýlendukúguninni á á ný....Imper- íalistarnir reyna að dylja þessar glæpsamlegu fyrirætlanir sínar bak við reykský áróðursins um „kommúnistahættuna“ og leiða þannig athygli fólksins frá landvinninga- og hernaðarfyrirætlunum þeirra sjálfra, sem eru eina hættan.“ AKEL sameinar Kýjjurbúa í hagsmunabaráttu þeirra. Flokkur- inn telur jafnt Grikki sem Tyrki innan sinna vébanda. AKEL berst

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.