Réttur - 01.09.1962, Page 45
R É T T U R
237
gegn fyrirætlunum heimsvaldasinna og ásetur sér að sameina þjóð-
ina gegn þeim, en með afnami herstöðva, friði og friðsamlegri sam-
húð, jákvæðri hlutleysisstefnu, efnahagslegum framförum, lýðræði
og þjóðfrelsi.
AKEL, hinn framfarasinnaði verkamannaflokkur Kýpur, styður
stjórn forsetans, Makarios erkibiskups, í öllu, sem að áliti hans er
jákvætt fyrir baráttu þjóðarinnar gegn imperialismanum, en gagn-
rýnir það, sem andstætt er hagsmunum Kýpurbúa. Flokkurinn
sameinar stefnufestu og sveigjanleik í bardagaaðferð sinni og miðar
að því að skapa þær aðstæður, er auðveldi einingu þjóðarinnar i
baráttu hennar. Þessi þjóðlega stefna hefur tryggt flokki vorum
fylgi fjöldans og virðingu þjóðarinnar. Áhrif flokksins og meðlima-
fjöldi hafa aldrei fyrr verið eins mikil og nú.
Barátta Kýpur-þjóðar er ekki auðveld. Þjóðin er ekki fjölmenn,
rúmlega 560 þúsund manns. Það gerir baráttuna gegn imperialism-
anum enn erfiðari. En þjóðin veit að hún stendur ekki ein í baráttu
sinni. Með henni standa Sovétþjóðirnar, — voldugir bandamenn, —
og hið ósigrandi bandalag sósíalistisku ríkjanna. Við lilið hennar
standa þær þjóðir Asíu, Afríku og Suður- og Mið-Ameríku, sem
leyst hafa sig úr nýlendufjötrunum eða heyja enn frelsisbaráttu sína.
Með henni er hin volduga fylking allra þeirra, er berjast fyrir íriði
og lýðræði í gervöllum heimi.
(E. 0. hefur þýlt og stytt).