Réttur


Réttur - 01.09.1962, Side 59

Réttur - 01.09.1962, Side 59
R É T T U R 2!)1 1. Hverjar cru þessar nýju aðferðir? Alyklun þriðja þings Aíríkuþjóðanna segir: „Nýlendukerfið helzt, þótt stjórnarfarslegt sjálfstæði þessara ungu landa sé að nafni til viðurkennt. Nú eru þau óbeint og lymskulega gerð að fórnardýrum erlendra yfirráða með pólitískum, efnahagslegum, þjóðfélagslegum eða tæknilegum hjálpartækjum“. Langt er síðan Lenin benti á, að nýlenduherrarnir geta komið fram valdbeitingu í skjóli málamynda stjórnarfarslegs sjálfstæðis: „Það ríður á að skýra sí og æ og afhjúpa fyrir vinnandi fólki i öllum löndum og einkum í vanþróuðum löndum þau svik sem heimsveldin hafa í frammi undir því yfirskini, að þau séu að stuðla að stjórnarfarslegu sjálfstæði með því að koma á fót rikjum sem eru í þjóðarbúskap, fjármálum og hernaðarlega algerlega háð þeim“. (Lenin, Draft Thesis of the National and Colonial Question, júní 1920). Lenin átti við „leppríkin“, en sjálfstæði þeirra var oftast diplo- matiskur tilbúningur. Þannig var um ríkin í Mið-Austurlöndum — Egyptland, írak og Jórdaníu — sem Bretar komu á fót eftir fyrri heimsstyrjöldina. Stjórnendur þeirra voru Bretum íæki til drottunar. Þessari gerð ríkja bregður einnig fyrir í öðrum hlut- um heims, en er ekki einkennandi fyrir þau ríki, sem nú eru að ná sjálfstæði sínu. Ekki er hægt að draga skýrar línur milli nýlendustefnu fyrr og nú né draga þær í dilka. Einkenni, sem nú eru algeng, mátti áður finna, eins heldur áfram nýlendustefna á gamla vísu. Engu að síð- ur er nýlendustefnan yfirleitt komin á nýtt stig um stjórnkœnsku og samsvarar betur lirynjandi nýlendudrottnun, þeim tírna, er meiri hluti fyrverandi nýlendna er orðinn sjálfstœð ríki. í ályktuninni frá þriðja þingi Afrikuþjóðanna eru dregnar nið- urstöður um hina nýju stefnu heimsvaldasinna í nýlenduinálum. Á þeim er þó sá megingalli, að kalda stríðið og kommúnistagrýlan er ekki talið með til aðaláróðursvopna heimsvaldasinna („Haldið ykkur frá kalda stríðinu“, „Haldið kalda stríðinu utan Afríku“ o. s. frv.) til að hræða þjóðfrelsishreyfingar þessara landa við sósíalisku löndin og gera þau um leið veikari og einangraðri, og þá ekki síður í því augnamiði að sundra samtökum þjóðfrelsis- aflanna. 011 nýlenduveldin hafa tekið upp nýjar aðferðir í nýlendumál-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.