Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 61

Réttur - 01.09.1962, Page 61
R E T T U U 253 Taflan sýnir að 1945 bjuggu 86% af íbúum heimsveldisins í ný- lendum. Og þó var liundraðshlutinn hærri því taflan telur aðeins lönd sem opinberlega heyrðu undir heimsveldið, t. d. ekki Egypta- land og Irak sem voru í raun og veru brezkar nýlendur. Aðeins England og „hvítu“ samveldislöndin voru sjálfstæð. Þar bjuggu 11,6% íbúanna, eða 12% ef hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku er talinn með. 1961 er íbúatala nýlendnanna komin niður í 4.6%. I þeirra stað standa nú með Englandi og ,,hvítu“ löndunum mörg sjálfstæð ríki með 606 milljónir íbúa, eða 86'/ af íbúum samveldisins, og nú teljast 96% íbúanna í sjálfstæðum ríkjum. Fljótt á litið mætli ætla að nýlendudrottnunin hafi horfið á árun- um 1945—1961 með gamla heimsveldinu. Og þó ■— þrátt fyrir breyt- inguna eru augljós einkenni um framhaldslíf. Samveldið er álíka víðáttumikið og líkt um samsetning og heims- veldið, umleikur rúman fjórðung þurrlendis jarðar og tæpan fjórð- ung mannkynsins. Reyndar eru Burma og lrland og nú nýlega Suður-Afríka farin úr því, en flatarmál heimsveldisins hefur aðeins skroppið úr 11,6 milljónum fermílna í 10.9. íbúatalan hefur aukizt úr 625 milljónum í 721. Samt er það staðreynd að raunveruleg breyting er mikil. Samveldið er aðeins skuggi af heimsveldinu, og mestu breytingarnar eru í gerjun, nýlendukerfið í öllum myndum Jjess er enn ekki úr sögunni. Sterlingsvœðið er ekki sama og samveldið og þó náskylt. Kanada er ekki á sterlingsvæðinu, og þó nær það í raun og veru yfir land- svæði gamla heimsveldisins, gömul áhrifasvæði svo sem Kuwait, ríki, sem hafa gengið úr samveldinu eins og lrland og nokkur smærri ríki, t. d. Island. Brezkar hagskýrslur gera að öllum jafnaði samanburð á gamla heimsveldinu og löndum sterlingsvæðisins um verzlun, fjárfestingu og hagnað, og sýnir það allglöggt áhrifasvæði brezka fjármálaauð- valdsins (og er þó Kanada tapað undir bandarísk áhrif). Tilsjón með pundinu er í höndum Breta. Eitt meginverkefni þeirra í efnahags- og stjórnmálum er að gæta stöðugleika þess gagn- vart dollarnum á heimsmarkaðinum. Nánari alhugun á þjóðarbúskap og fjármálalegum og hernaðar- legtim samböndum landa Brezka samveldisins og stjórnmálum þeirra leiðir í Ijós, að Brezka heimsveldið er ekki úr sögunni né brezk ný-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.